17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Morguninn eftir var loksins komið að<br />

fyrsta leik. Það var hellidemba þennan<br />

dag sem gerði leikina bara eftirminnilegri.<br />

A-liðið vann glæsilegan 3-0 sigur en B-liðið<br />

tapaði á lokasprettinum eftir að hafa<br />

verið yfir í hálfleik. Eftir leikina var farið<br />

upp í skóla þar sem tók við hraðþurrkun<br />

á keppnisbúningunum enda aðrir leikir<br />

um kvöldið. Eftir riðlakeppni var ljóst<br />

að A-liðið myndi leika í A-úrslitum og<br />

B-liðið í B-úrslitum. B-liðið vann fyrsta leik<br />

sinn í útsláttarkeppninni á dramatískan<br />

hátt með því að skora tvö mörk á<br />

lokasekúndum leiksins. A-liðið tapaði hins<br />

vegar í vítaspyrnukeppni með þreföldum<br />

bráðabana sem var hrikalega svekkjandi<br />

og ósanngjarnt. B-liðið var svo slegið af<br />

gegn öflugum sænskum stelpum og<br />

mótið því búið fyrr en áætlað var hjá okkur<br />

stelpunum! Við létum okkur þó ekki leiðast<br />

það sem eftir lifði ferðar.<br />

Við kíktum í miðbæinn þar sem H&M<br />

var vinsælasti áfangastaðurinn, héldum<br />

upp á afmæli Rutar og fórum á Dana<br />

Cup ballið þar sem langflestir höguðu<br />

sér sómasamlega. Ekki má heldur<br />

gleyma heimsókn á McDonalds sem<br />

vakti sérstaklega mikla lukku hjá Völu og<br />

Sóleyju sem eru gríðarlegir aðdáendur<br />

veitingastaðarins. Heimferðin gekk vel og<br />

komu allir heim með frábærar minningar<br />

og góða reynslu í farteskinu.<br />

Kamilla og Sóley<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

DAGSVERK<br />

HÖNNUN OG RÁÐGJÖF<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!