17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Grótta á ferð og flugi<br />

Gróttukrakkar lögðu Evrópu að fótum sér á árinu. Ritstjórn Gróttublaðsins<br />

fékk sendar ævintýralegar ferðasögur frá æfinga- og keppnisferðum.<br />

Dramatík á Dana Cup<br />

Annað árið í röð hélt eldra ár 3. flokks kvenna í Gróttu/KR á stórmótið Dana Cup í Hjørring. Í fyrra fóru<br />

13 stelpur úr 2000-árganginum en í þetta skiptið taldi hópurinn 24 leikmenn og voru tvö lið send til<br />

leiks. Það er óhætt að segja að stelpurnar í 2001 árganginum hafi náð vel saman eftir að Grótta og KR<br />

sameinuðust fyrir tveimur árum en mikil og góð liðsheild hefur myndast í hópnum. Við skulum gefa<br />

tveimur leikmönnum orðið.<br />

Spennan var mikil þegar við mættum<br />

kl. 04:30 í rútuna sem keyrði okkur á<br />

Keflavíkurflugvöll. Allir í glæsilegum,<br />

snjóhvítum ferðapeysum og til í slaginn.<br />

Foreldrarnir stóðu snöktandi á planinu og<br />

kvöddu hópinn sem keyrði sem leið lá út<br />

á Keflavíkurflugvöll og þaðan var flogið til<br />

Billund á Jótlandi. Með í för voru 24 stelpur,<br />

þjálfararnir Maggi og Alex og hinir frábæru<br />

fararstjóra Birgir og Vilborg. Eftir þriggja<br />

30<br />

klukkutíma akstur komum við loksins á<br />

áfangastað og komum okkur fyrir í fínum<br />

skóla stutt frá mótssvæðinu. Það var lítið<br />

um að vera í bænum enda enn tveir<br />

dagar í mót. Stemningin átti sannarlega<br />

eftir að breytast en á Dana Cup keppa<br />

rúmlega 15.000 stelpur og strákar frá<br />

öllum heimshornum. Daginn eftir tókum<br />

við morgunæfingu áður en við fórum í<br />

Farup Sommerland skemmtigarðinn. Það<br />

var mjög skemmtilegt þó að þjálfarar<br />

og fararstjórar hafi reyndar þurft að taka<br />

hópinn í gegn vegna lélegrar stundvísi.<br />

Mótið var sett daginn eftir með mikilli<br />

opnunarhátíð sem byrjaði á skrúðgöngu<br />

keppenda. Strákarnir í 4. flokki Breiðabliks<br />

voru mættir á svæðið og löbbuðum við<br />

samferða þeim inn á aðalvöll Hjørring<br />

þar sem okkar biðu rosalegir tónleikar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!