1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

Tómstundastyrkir Árlega er gerð rannsókn á högum og líðan íslenskra ungmenna. Nemendur svara ítarlegum spurningum sem unnar eru af fyrirtækinu Rannsókn og greining en fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á málefnum ungs fólks. Fram kemur m.a. í niðurstöðum rannsóknarinnar: Öflugt íþrótta- og tómstundastarf Súluritið sýnir hversu hátt hlutfall nemenda á Seltjarnarnesi eru virkir í íþróttastarfi. Kemur meðal annars fram að 85% stráka í 10. bekk og 68% stúlkna í 9. bekk eru virk í íþróttastarfi, en það er talsvert hærra hlutfall en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og ef miðað er við meðaltal á landsvísu. frá 1. janúar 2016 verða kr. 50.000.- Tómstundastyrkirnir eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára. Nánari upplýsingar um styrkinn eru á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is Hlutfall nemenda í 8., 9. og 10. bekk sem segjast stunda íþróttir (æfa eða keppa) með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar, árið 2014 Áfram Grótta! Foreldrar barna á aldrinum 6 til 18 ára eru minntir á að skila inn umsóknum um tómstundastyrki fyrir börn sín sem stunda skipulagt tómstundastarf. Bent er á að árlega þarf að sækja um tómstundastyrki. Styrkurinn fyrnist um áramót. Ekki er hægt að sækja um ónýttan styrk frá fyrra ári. Fyrir þau börn sem stunda íþróttir hjá Gróttu eða tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Seltjarnarness þarf ekki að skila inn staðfestingu á greiðslu/kvittun. 100 90 80 70 60 % 50 40 30 20 10 0 56 49 45 41 41 38 Seltjarnarnes Höfuðborgarsvæðið Landsmeðaltal 49 46 50 44 48 40 42 38 34 32 85 68 Strákar Stelpur Strákar Stelpur Strákar Stelpur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur 2 Augl. Þórhildar 2200.564

Kæra Gróttufólk Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út fimmta árið í röð og er stjórnin mjög stolt af blaðinu í ár. Í blaðinu er fjallað um starf deildarinnar í máli og myndum allt, frá yngstu krökkunum í 8. flokki og upp í meistaraflokk. Stelpurnar í Gróttu halda áfram frumkvöðlastarfi sínu í boltanum og iðkendum heldur áfram að fjölga í öllum kvennaflokkum. Farsælt samstarf við KR í 11-manna boltanum hefur nú gengið í rúmlega tvö ár og ríkir mikil ánægja með það hjá báðum félögum. Þessi uppbygging í yngri flokkum gerir okkur kleift að hefja undirbúning að stofnun meistaraflokks kvenna hjá Gróttu en nýlega var skipað sérstakt kvennaráð til þess að halda utan um verkefnið. Það eru spennandi tímar framundan við að byggja upp meistaraflokk karla á ungum og efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir í Gróttu. Úlfur Blandon hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks karla og honum til aðstoðar verður Ásgeir Aron Ásgeirsson sem á að baki farsælan ferill sem leikmaður með Fjölni og ÍBV. Nýlega var skrifað undir tveggja ára samninga við nokkra unga og efnilega Gróttumenn. Flestir þeirra hafa gegnt lykilhlutverki í öflugum 2. flokki karla síðustu tvö tímabil en við hópinn bættist svo Pétur Steinn Þorsteinnsson sem er komin aftur heim eftir rúmlega árs dvöl hjá AIK í Svíþjóð. Stemningin í meistaraflokknum er góð og vonandi munu bæjarbúar flykkjast á völlinn næsta sumar og styðja við bakið á þessum lofandi leikmönnum. Yngri flokkar Gróttu blómstra áfram undir styrkri stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar yfirþjálfara og er mikil stemning hjá 280 iðkendum í öllum flokkum. Þjálfarateymið hefur sjaldan verið öflugra og það er mikill metnaður og kraftur í starfi yngri flokkanna. Yngstu iðkendurnir eru sóttir á leikskólann á æfingar en það fyrirkomulag hefur slegið í gegn og þátttaka í 8. flokki aldrei verið meiri. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa verið gríðarlega öflug í að styðja við íþróttastarf ungs fólks með styrkjum og fjárfestingum til betri aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Nýjustu tölur um þátttöku íslenskra barna og unglinga í íþróttum eru langhæstar hér á Seltjarnarnesinu eða allt að 85% þátttaka sem gæti verið heimsmet. Núna er í farvatninu að skipta um gervigras á Vivaldivellinum og ætlar bærinn að vanda til verksins og notast við bestu efni og undirlag sem völ er á. Stjórnin þakkar þjálfurum og foreldrum fyrir ómetanlegt starf í þágu deildarinnar á þessu ári. Einnig þakkar stjórnin Seltjarnarnesbæ og ÍTS fyrir samstarf og stuðning við starf deildarinnar á árinu og ekki síst okkar farsæla bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur, sem mætir á nánast alla leiki og á stóran þátt í velgengni Gróttu í öllum deildum. Að lokum vill stjórnin þakka þeim fyrirtækjum sem auglýsa í jólablaði knattspyrnudeildar og við hvetjum alla Seltirninga til að beina viðskiptum sínum fyrir jólin til þessara glæsilegu fyrirtækja. Stjórnin óskar öllum Seltirningum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með Gróttu jólakveðju, Stjórn knattspyrnudeildar GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Pantone 1795 C M 96 - Y 90 - K 6 Útgefandi: Knattspyrnudeild Gróttu. Ritstjórn og myndir: Eyjólfur Garðarsson o.fl. Prófarkalestur: Magnús Örn Helgason. Útlit, umbrot og forsíða: Kristján Þór Árnason / dagsverk.is Prentun: Prenttækni. 3

Kæra Gróttufólk<br />

Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út<br />

fimmta árið í röð og er stjórnin mjög stolt<br />

af blaðinu í ár. Í blaðinu er fjallað um starf<br />

deildarinnar í máli og myndum allt, frá yngstu<br />

krökkunum í 8. flokki og upp í meistaraflokk.<br />

Stelpurnar í Gróttu halda áfram<br />

frumkvöðlastarfi sínu í boltanum og<br />

iðkendum heldur áfram að fjölga í öllum<br />

kvennaflokkum. Farsælt samstarf við KR<br />

í 11-manna boltanum hefur nú gengið í<br />

rúmlega tvö ár og ríkir mikil ánægja með<br />

það hjá báðum félögum. Þessi uppbygging<br />

í yngri flokkum gerir okkur kleift að hefja<br />

undirbúning að stofnun meistaraflokks<br />

kvenna hjá Gróttu en nýlega var skipað<br />

sérstakt kvennaráð til þess að halda utan<br />

um verkefnið.<br />

Það eru spennandi tímar framundan við að<br />

byggja upp meistaraflokk karla á ungum og<br />

efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir<br />

í Gróttu. Úlfur Blandon hefur verið ráðin<br />

þjálfari meistaraflokks karla og honum til<br />

aðstoðar verður Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

sem á að baki farsælan ferill sem leikmaður<br />

með Fjölni og ÍBV. Nýlega var skrifað undir<br />

tveggja ára samninga við nokkra unga og<br />

efnilega Gróttumenn. Flestir þeirra hafa<br />

gegnt lykilhlutverki í öflugum 2. flokki<br />

karla síðustu tvö tímabil en við hópinn<br />

bættist svo Pétur Steinn Þorsteinnsson<br />

sem er komin aftur heim eftir rúmlega<br />

árs dvöl hjá AIK í Svíþjóð. Stemningin í<br />

meistaraflokknum er góð og vonandi<br />

munu bæjarbúar flykkjast á völlinn næsta<br />

sumar og styðja við bakið á þessum lofandi<br />

leikmönnum.<br />

Yngri flokkar Gróttu blómstra áfram undir<br />

styrkri stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar<br />

yfirþjálfara og er mikil stemning hjá 280<br />

iðkendum í öllum flokkum. Þjálfarateymið<br />

hefur sjaldan verið öflugra og það er mikill<br />

metnaður og kraftur í starfi yngri flokkanna.<br />

Yngstu iðkendurnir eru sóttir á leikskólann<br />

á æfingar en það fyrirkomulag hefur slegið í<br />

gegn og þátttaka í 8. flokki aldrei verið meiri.<br />

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa verið<br />

gríðarlega öflug í að styðja við íþróttastarf<br />

ungs fólks með styrkjum og fjárfestingum<br />

til betri aðstöðu til íþróttaiðkunnar.<br />

Nýjustu tölur um þátttöku íslenskra barna<br />

og unglinga í íþróttum eru langhæstar<br />

hér á Seltjarnarnesinu eða allt að 85%<br />

þátttaka sem gæti verið heimsmet. Núna<br />

er í farvatninu að skipta um gervigras á<br />

Vivaldivellinum og ætlar bærinn að vanda til<br />

verksins og notast við bestu efni og undirlag<br />

sem völ er á.<br />

Stjórnin þakkar þjálfurum og foreldrum fyrir<br />

ómetanlegt starf í þágu deildarinnar á þessu<br />

ári. Einnig þakkar stjórnin Seltjarnarnesbæ<br />

og ÍTS fyrir samstarf og stuðning við starf<br />

deildarinnar á árinu og ekki síst okkar<br />

farsæla bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur,<br />

sem mætir á nánast alla leiki og á stóran<br />

þátt í velgengni Gróttu í öllum deildum.<br />

Að lokum vill stjórnin þakka þeim<br />

fyrirtækjum sem auglýsa í jólablaði<br />

knattspyrnudeildar og við hvetjum alla<br />

Seltirninga til að beina viðskiptum sínum<br />

fyrir jólin til þessara glæsilegu fyrirtækja.<br />

Stjórnin óskar öllum Seltirningum gleðilegra<br />

jóla og farsældar á komandi ári.<br />

Með Gróttu jólakveðju,<br />

Stjórn knattspyrnudeildar<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

Pantone<br />

1795 C<br />

M 96 - Y 90 - K 6<br />

Útgefandi: Knattspyrnudeild Gróttu. Ritstjórn og myndir: Eyjólfur Garðarsson o.fl.<br />

Prófarkalestur: Magnús Örn Helgason. Útlit, umbrot og forsíða: Kristján Þór Árnason / dagsverk.is Prentun: Prenttækni.<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!