17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Halarófur af leikskólabörnum<br />

Glöggir Nesbúar hafa vafalítið rekið augun í knattspyrnuþjálfara félagsins með halarófu af<br />

leikskólakrökkum í eftirdragi áleiðis inn í íþróttahús. Knattspyrnudeild Gróttu hefur á árinu bryddað upp<br />

á þeirri nýjung að halda æfingar 8. flokks, sem er skipaður börnum á leikskólaaldri, á leikskólatíma.<br />

Mikil ánægja ríkir með þetta fyrirkomulag<br />

hjá foreldrum enda gott fyrir börnin<br />

að þurfa ekki að bíða með að fara á<br />

æfingu þar til að leikskóla er lokið. Soffía<br />

Guðmundsdóttir leikskólastjóri hefur<br />

sýnt verkefninu dyggan stuðning ásamt<br />

leikskólakennurum á Sólbrekku sem sækja<br />

börnin í íþróttahúsið að líflegri æfingu<br />

lokinni. Starfsfólk íþróttahússins, ekki<br />

síst Ingi húsvörður, hefur einnig tekið<br />

hópunum fagnandi og verið þeim innan<br />

handar. Björn Breiðfjörð Valdimarsson er<br />

þjálfari 8. flokks sem hefur um nokkurt<br />

skeið verið starfræktur hjá Gróttu.<br />

Aðspurður segir Björn að iðkendum<br />

hafi fjölgað mikið eftir að samstarfið við<br />

leikskólana hófst, þá sér í lagi stelpum sem<br />

æfa á fimmtudögum en strákarnir æfa á<br />

föstudögum. Á laugardagsmorgnum er<br />

svo boðið upp á sameiginlega æfingu hjá<br />

strákum og stelpum. Markmið 8. flokksins<br />

er að kynna börnin fyrir fótbolta og kenna<br />

undirstöðuatriði leiksins. Á æfingum fá þau<br />

tækifæri til að tengjast og vinna saman á<br />

nýjum vettvangi og fá jafnframt forsmekk<br />

að skipulögðu íþróttastarfi. Engin áhersla<br />

er á keppni eða úrslit, heldur öðru fremur<br />

skemmtun, holla hreyfingu og góðan<br />

félagsskap.<br />

Grótta – Þar sem hjarta bæjarins slær<br />

Í huga íbúa<br />

á Nesinu er<br />

Seltjarnarnesbær<br />

þekktur fyrir<br />

öflugt íþróttastarf.<br />

Seltjarnarnesbær<br />

hefur um langan<br />

tíma fjárfest mikið<br />

í íþróttastarfi<br />

og er það vel. Þessar fjárfestingar eru<br />

hagkvæmar og hafa skilað sér ríkulega í<br />

öflugu samfélagi og einstaklingum innan<br />

raða Gróttu sem skilað hafa sér á pall þeirra<br />

bestu. Íþróttastarf Gróttu er hornsteinn<br />

félagslegra samskipta í bæjarfélaginu, þar<br />

er vettvangur leiks og lífs, því er ekki skrítið<br />

þegar talað er um hjartað í bænum að<br />

íþróttamiðstöðin komi upp í huga manns.<br />

Seltjarnarnesbær er stoltur af góðu og<br />

öflugu starfi Gróttu. Með öflugu foreldraog<br />

sjálfboðaliðastarfi tekst félaginu að<br />

byggja upp öflugt íþróttafélag. Við eigum<br />

öll að þakka og lofa starf sjálfboðaliðanna<br />

en félagið stendur og fellur með<br />

þeirra starfi.Ég vil því hvetja alla íbúa<br />

Seltjarnarness til að leggja sitt af mörkum<br />

og styðja við íþróttafélag bæjarins. Ég<br />

óska öllu íþróttafólki, fjölskyldum þeirra<br />

og þjálfurum, sem og velunnurum, góðs<br />

gengis og gleðilegra jóla.<br />

Áfram Grótta.<br />

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!