17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kría á flugi<br />

Knattspyrnufélagið Kría var stofnað í ársbyrjun 2014 og í sumar tók liðið í annað sinn þátt<br />

í 4. deild Íslandsmótsins. Sem fyrr var Kríuliðið einungis skipað uppöldum Gróttumönnum<br />

en 30 leikmenn komu við sögu í sumar. Samstarf Gróttu og Kríu var áfram til fyrirmyndar en<br />

liðsmenn Kríu höfðu veg og vanda að dómgæslu hjá 2. flokki karla og kvenna. Þá var einnig<br />

gott samstarf með 2. flokki karla sem í sumar hét Grótta/Kría til að leikmenn 2. flokksins gætu<br />

fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki með Kríu.<br />

Annað árið í röð endaði Kría í 3. sæti<br />

í sínum riðli og var því einu sæti<br />

frá því að komast í úrslitakeppni 4.<br />

deildar. Kríumenn lögðu 3. deildarlið<br />

Víðis í fyrstu umferð bikarkeppninnar<br />

og voru svo hársbreidd frá því að<br />

sigra Álftanes í framlengdum leik á<br />

Vivaldivellinum. Eiríkur Ársælsson<br />

var sigursæll á lokahófi Kríu en hann<br />

var kjörinn leikmaður ársins ásamt<br />

því að fá gullskóinn sem markóngur.<br />

Eiríkur gerði sér lítið fyrir og skoraði<br />

11 mörk í 12 leikjum í 4. deildinni og<br />

var markahæstur í D-riðli. Pétur Már<br />

Harðarson tók við þjálfun Kríu fyrir<br />

síðasta tímabil en Pétur á að baki yfir<br />

28<br />

100 meistaraflokksleiki fyrir Gróttu og<br />

starfar sem yngri flokka þjálfari hjá<br />

félaginu. Blaðamaður Gróttublaðsins<br />

heyrði hljóðið í Pétri Má sem kvaðst<br />

ánægður með tímabilið: „Ég er að<br />

mestu leyti sáttur en það hefði<br />

vissulega verið gaman að komast í<br />

úrslitakeppnina. Þetta er góður hópur<br />

sem tók alltaf vel í þær æfingar sem<br />

voru settar upp. Ég held að framtíðin<br />

sé björt hjá Kríu. Sérstaklega ef þetta<br />

góða samstarf við Gróttu heldur<br />

áfram svo að efnilegir leikmenn úr 2.<br />

flokki fái að spila meistaraflokksleiki<br />

með Kríu áður en þeir taka skrefið<br />

upp í Gróttuliðið. Ég tel að það<br />

gagnist báðum félögum.“ Segir<br />

Pétur aðspurður um samstarf<br />

Gróttu og Kríu og framtíðarhorfur 4.<br />

deildarliðsins. Að lokum spyrjum við<br />

Pétur hvort hann telji að einhverjir<br />

þeirra leikmanna sem léku með Kríu<br />

í sumar eigi erindi í Gróttuliðið í 2.<br />

deildinni á þessu tímabili? „Í liðinu frá<br />

því í sumar eru klárlega strákar sem<br />

gætu gert góða hluti með Gróttu.<br />

Það er bara undir þeim komið hvort<br />

þeir séu tilbúnir til að eyða meiri tíma<br />

í æfingar og koma sér í betra form.<br />

Aðalmálið er að mæta og fá að prófa í<br />

nokkrar vikur.“

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!