17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fyrsti meistaraflokkur kvenna í<br />

sögu knattspyrnudeildar Gróttu<br />

Þrjár ungar Gróttustelpur hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stofnun fyrsta meistaraflokks kvenna<br />

í sögu knattspyrnudeildar Gróttu. Síðastliðið sumar útskrifaðist árgangur ‘96 stelpna úr 2. flokki Gróttu/KR og fóru<br />

þær því að vinna að stofnun meistaraflokks svo þær geti áfram spilað fótbolta undir merkjum félagsins. Stelpurnar<br />

í 1996-árganginum byrjuðu að æfa fótbolta árið 2008 og myndaðist strax góður liðsandi hjá stelpunum sem hefur<br />

haldist allar götur síðan.<br />

Kvennafótboltinn á Seltjarnarnesi er á<br />

mikilli uppleið og sem dæmi má nefna<br />

að 27 stelpur eru skráðar í 7. flokk kvenna<br />

en fyrir tveimur árum voru aðeins<br />

örfáar stelpur á þessum aldri að æfa.<br />

Fótboltaáhugi stelpna fer ört vaxandi á<br />

Nesinu og er stofnun meistaraflokks er því<br />

stór liður í áframhaldandi uppbyggingu<br />

kvennafótbolta á Seltjarnarnesi.<br />

Gróttublaðið heyrði hljóðið í Jórunni Maríu,<br />

Karen Sif og Tinnu Bjarkar, forsprökkum nýs<br />

meistaraflokks.<br />

Hvað varð til þess að þið fóruð í það<br />

að stofna meistaraflokk?<br />

Það hefur lengi verið draumur okkar<br />

stelpnanna að stofna fyrsta meistaraflokk<br />

kvenna í Gróttu. Nú þegar við, sem erum<br />

fæddar árið 1996, gengum upp úr 2. flokki<br />

í haust ákváðum við að gera drauminn að<br />

veruleika. Okkur langaði að halda áfram að<br />

æfa fótbolta en gátum ekki hugsað okkur<br />

að fara í annað félag, völlurinn enda orðinn<br />

okkur sem annað heimili og Gróttuhjartað<br />

stækkað mikið í gegnum árin. Við vorum<br />

þrjár sem tókum málið í okkar hendur,<br />

fórum á fund bæjarstjórans, stjórnar<br />

knattspyrnudeildarinnar og aðalstjórnar<br />

Gróttu en allir tóku mjög vel í hugmyndina.<br />

Í kjölfarið var kvennaráði meistaraflokks<br />

komið á laggirnar. Kvennaráð meistaraflokks<br />

samanstendur af sex einstaklingum, þeim<br />

Guðmundi Ara Sigurjónssyni, Guðbjörgu<br />

Erlendsdóttur, Hafdísi Guðmundsdóttur<br />

Nielsen, Jórunni Maríu Þorsteinsdóttur,<br />

Karen Sif Magnúsdóttur og Tinnu Bjarkar<br />

Jónsdóttur.<br />

Hvenær mun meistaraflokkurinn<br />

byrja að æfa?<br />

Fyrsta æfing flokksins fór fram á<br />

Vivaldivellinum þriðjudaginn 17. nóvember<br />

og var hörkumæting. Alex, þjálfari 2. flokks<br />

kvenna, bauð okkur að vera með á æfingu<br />

2. flokks og þáðum við það með þökkum<br />

enda mjög spenntar fyrir að reima á okkur<br />

takkaskóna og byrja að æfa saman. Það<br />

mætti flottur hópur sem væntir þess að æfa<br />

fram eftir vetri og hefur stefnan verið sett á<br />

þátttöku í Íslandsmótinu næsta sumar, þá í<br />

1. deild kvenna.<br />

Hvernig verður meistaraflokkur<br />

kvenna fjármagnaður?<br />

Gaman er að segja frá því að við erum<br />

búnar að næla okkur í fyrsta styrktaraðilann,<br />

Björnsbakarí í Vesturbæ. Lógó bakarísins<br />

verður á stuttbuxum keppnisbúninga okkar<br />

og þökkum við þeim kærlega fyrir þann<br />

stuðning. Við erum svo búnar að senda inn<br />

erindi til ÍTS og vonumst eftir að fá styrk frá<br />

bænum eins og aðrir meistaraflokkar Gróttu.<br />

Það kostar sitt að kaupa bolta, búninga og<br />

borga þjálfara laun en við erum á fullu að<br />

leita að fleiri styrktaraðilum sem eru tilbúnir<br />

að vera með okkur í þessu verkefni!<br />

Eitthvað að lokum?<br />

Hafir þú áhuga á aðstoða okkur við<br />

fjármögnun flokksins eða að ganga til liðs<br />

við hann geturðu haft samband við Jórunni<br />

Maríu (jormtor@verslo.is) til að nálgast<br />

æfingartíma, allir eru meira en velkomnir!<br />

Það eru spennandi tímar framundan og<br />

við vonumst eftir góðum undirtektum og<br />

stuðningi næsta sumar.<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!