17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Brautryðjandinn<br />

Guðfinna Kristín<br />

Guðfinna Kristín Björnsdóttir, eða<br />

Guffa eins og hún er jafnan kölluð,<br />

varð í haust fyrsta stelpan til að<br />

hljóta Ísbjarnarbikarinn en hann<br />

er árlega veittur þeim yngri flokka<br />

leikmanni Gróttu sem þykir hafa<br />

skarað fram úr. Guffa hefur leikið<br />

með Gróttu upp yngri flokkana<br />

en í sumar var hún fyrirliði Gróttu/<br />

KR í 2. flokki. Með dugnaði og<br />

góðri frammistöðu vann hún sér<br />

sæti í æfingahópi meistaraflokks<br />

KR og í haust skrifaði hún undir<br />

meistaraflokkssamning hjá liðinu.<br />

Ekki er ýkja langt síðan knattspyrnuæfingar<br />

stúlkna hófust hjá Gróttu en þó hillir strax<br />

undir að öflugir leikmenn séu að koma<br />

upp úr yngri flokka starfinu. Guðfinna<br />

og Sofia Guðmundsdóttir sömdu í haust<br />

við meistaraflokk KR en það er deginum<br />

ljósara að samstarf Gróttu og KR í 2., 3. og<br />

4. flokki kvenna er að skila árangri. Á næstu<br />

misserum gæti svo meistaraflokkur kvenna<br />

hjá Gróttu tekið til starfa en það mun gefa<br />

ungum leikmönnum Gróttu og KR tækifæri<br />

á að spila með meistaraflokki í 1. deild áður<br />

en stökkið yrði tekið upp í Pepsi-deildina<br />

með KR.<br />

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ungar<br />

stelpur, eins og stráka, að eiga fyrirmyndir í<br />

boltanum, hvort sem er á skjánum eða úti<br />

á velli. Með lítilli umfjöllun um kvennabolta<br />

í fjölmiðlum er þeim mun mikilvægara<br />

fyrir stelpurnar að finna sínar fyrirmyndir á<br />

vellinum. Þegar ég var lítil að æfa fótbolta<br />

með Gróttu var enginn leikmaður sem<br />

maður gat horft upp til. Þetta er búið að<br />

breytast ótrúlega mikið með samstarfinu<br />

við KR og er Grótta/KR núna með flott lið í<br />

11-manna boltanum. Svo erum við nokkrar<br />

Gróttustelpur að æfa með meistaraflokki<br />

KR sem spilar í úrvalsdeild og einnig<br />

yrði stofnun meistaraflokks kvenna hjá<br />

Gróttu frábært skref fyrir félagið. Nú hefur<br />

kvennaboltinn aldrei verið jafn sterkur í<br />

Gróttu og ég vona innilega að stelpurnar<br />

haldi áfram að mæta á æfingar, bæta<br />

sig og hafa gaman. Þá stefnir allt í að<br />

meistaraflokkur kvenna hjá Gróttu verði<br />

stórhættulegt lið eftir nokkur ár.“ segir<br />

Guffa.<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!