17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Nýtt gervigras í vor<br />

Bjarni Jakob Gunnarsson<br />

í baráttunni á gervigrasinu<br />

sumarið 2007<br />

Gervigrasið á Vivaldivellinum við Suðurströnd er farið að láta á sjá eins og kom fram í pistli í<br />

Gróttublaðinu 2014. Það var lagt vorið 2006 og gjörbylti þá allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hjá<br />

Gróttu. Leiða má líkum að því að þetta hafi á sínum tíma lagt grunninn að bættum árangri félagsins,<br />

hjá meistaraflokki og ekki síður í yngri flokkum.<br />

Nú hillir undir byltingu í þessum efnum<br />

því endurnýjun gervigrassins er á<br />

fjárhagsáætlun næsta árs og kemur<br />

til framkvæmda í vor. Ljóst er að nýtt<br />

gervigras með betra undirlagi mun<br />

stórbæta heimavöllinn okkar, auk þess<br />

að draga úr álagi á stoðkerfi þeirra sem<br />

nota hann. Tímasetningin hentar líka<br />

einkar vel, því útlit er fyrir að fljótlega<br />

þurfi að skipta um gúmmíkurlið á<br />

flestum gervigrasvöllum hérlendis<br />

og hlýst því nokkur hagkvæmni af að<br />

þurfa ekki að ráðast sérstaklega í þá<br />

framkvæmd. „Vinna við endurnýjun<br />

á núverandi gervigrasvelli er í fullum<br />

gangi en gamla grasið er komið til ára<br />

sinna og með nýju grasi verður mikil<br />

breyting fyrir iðkendur. Farið verður<br />

í útboð strax í janúar og vinna hefst<br />

síðan við völlinn næsta vor með það<br />

fyrir augum að æfingar og keppni<br />

geti hafist sem allra fyrst á nýjum velli.<br />

Veðrið spilar þar einnig stórt hlutverk<br />

og vonandi verður vorið með mildara<br />

móti svo iðkendur komist sem fyrst<br />

inn á nýja völlinn,“ segir Ásgerður<br />

Halldórsdóttir bæjarstjóri. VSÓ ráðgjöf<br />

mun hanna nýtt yfirborð vallarins<br />

en undanfarin ár hefur mikil þróun<br />

átt sér stað í þeim efnum. Völlurinn<br />

verður hannaður ofan á púða sem<br />

tryggja meiri mýkt og þægindi.<br />

„Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi<br />

mun vinna að þessari framkvæmd<br />

með knattspyrnudeild Gróttu og<br />

standa vonir til að verkið gangi vel<br />

og að deildin verði fyrir sem minnstri<br />

röskun næsta sumar.“ Segir Ásgerður<br />

ennfremur.<br />

Sannkölluð gleðitíðindi fyrir Gróttufólk!<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!