17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Gróttu og fyrrverandi leikmanns liðsins,<br />

loguðu sem skærast. Hann hafði þá ekki<br />

einungis gleymt ljósunum á, heldur hafði<br />

bíllinn verið í gangi allan tímann! Ferðin<br />

tók hátt í sex klukkustundir. Verðskuldaður<br />

apaheili ársins,“ en þau verðlaun eru veitt<br />

á lokahófi meistaraflokks og falla þeim í<br />

skaut sem þykir hafa gert mesta skandalinn<br />

á tímabilinu.<br />

Árni Pétursson að setja upp<br />

jólaseríu 9. desember.<br />

Árni heldur áfram: „Meistaraflokkurinn<br />

breyttist töluvert með komu Ásmundar<br />

Haraldssonar og þeirra leikreyndu manna<br />

sem hann fékk með sér til félagsins. Úr<br />

varð góð blanda af ungum og reyndari<br />

leikmönnum en það má segja að hlutirnir<br />

hafi þarna orðið meira „alvöru“. Á tiltölulega<br />

stuttu tímabili er eins og margt smelli<br />

saman – grunnvinnan sem stjórnin hafið<br />

unnið frá upphafi, þjálfarinn, liðið og<br />

að sjálfsögðu stórbætt aðstaða á nýja<br />

gervigrasvellinum. Þetta skilaði sér í<br />

Íslandsmeistaratitli í 2. deild sumarið 2009<br />

sem tryggði Gróttu sæti í 1. deild í fyrsta<br />

skipti. Þessi tveggja ára dvöl í næstefstu<br />

deild var fjörug og var mikið líf í kringum<br />

fótboltann. Vel var mætt á heimaleiki<br />

liðsins og stuðningsmannahópurinn virkur.<br />

Í samanburði voru laugardagsleikirnir of<br />

margir síðasta sumar en það er vart hægt<br />

að búast við góðri mætingu þegar stór<br />

hluti bæjarbúa er á faraldsfæti.“<br />

Það varð sannarlega gjörbylting á<br />

aðstæðum til knattspyrnuiðkunar með<br />

tilkomu gervigrassins. Það gerði iðkendum<br />

hjá Gróttu kleift að æfa og spila allan<br />

ársins hring við góðar aðstæður auk þess<br />

sem flóðljósin bættu enn notagildið í<br />

skammdeginu.<br />

„Árangur knattspyrnuliðs snýst<br />

um svo margt annað og meira<br />

en að sparka í bolta.”<br />

Árni telur að hið<br />

stórglæsilega<br />

vallarhús hafi<br />

einnig breytt miklu.<br />

„Með tilkomu<br />

vallarhússins öðlaðist knattspyrnudeildin<br />

eiginlegt heimili og félagsaðstöðu. Þar<br />

hef ég átt margar góðar stundir og<br />

ánægjulegt er að sjá til hve margra hluta<br />

húsið nýtist. Algengt er að leikmenn yngri<br />

flokka hittist þar og horfi á knattspyrnuleiki<br />

með þjálfurum sínum og er staða mála í<br />

Gróttuleikjum vitaskuld skeggrædd þar<br />

í hálfleik. Auk þess hentar húsið sérlega<br />

vel fyrir foreldrafundi og ýmiss konar<br />

minni samkomur, bæði fyrir félagið og<br />

Seltjarnarnesbæ. Fram að þessu hafði<br />

aðstaðan við völlinn einskorðast við<br />

gám svo það má segja að við höfum<br />

farið úr gámi í höll. Stjórnarmenn<br />

knattspyrnudeildar tóku virkan þátt í<br />

að gera húsið að því sem það er, í góðri<br />

samvinnu við bæinn. Það þurfti stórhug<br />

og framsýni til að ráðast í aðra eins<br />

framkvæmd í eins litlu bæjarfélagi. Fyrir<br />

byggingu vallarhússins mætti Magnús<br />

Örn Helgason, núverandi yfirþjálfari<br />

knattspyrnudeildar, með kók og prins í<br />

kæliboxi til að selja áhorfendum á leikjum<br />

meistaraflokks. Einhvern tíma gleymdi ég<br />

veskinu reyndar heima og þá sá Magnús<br />

aumur á mér og samþykkti að fá greitt á<br />

næsta leik!“<br />

Framtíðin<br />

Aðspurður um hvað taki við að stjórnarsetu<br />

lokinni segist Árni litlar áhyggjur hafa af<br />

framtíðinni hjá félaginu, það sé í góðum<br />

höndum. „Stjórnin er vel mönnuð og<br />

ýmsir sjálfboðaliðar vinna mikilvægt<br />

starf. Hér má þó alltaf gera betur og það<br />

vantar alltaf sjálfboðaliða til að aðstoða<br />

við eitt og annað. Allir eru velkomnir og<br />

verður tekið vel á móti<br />

þeim sem eru til í að<br />

leggja hönd á plóg.<br />

Margar hendur vinna<br />

jú létt verk. Hvað mig<br />

varðar mun ég þó að<br />

sjálfsögðu ekki hverfa á braut en verð<br />

þó e.t.v. eitthvað minna sýnilegur en<br />

áður, þá að meira leyti maðurinn á<br />

bakvið tjöldin. Áfram mun ég t.d. sjá um<br />

búningamál meistaraflokks karla. Stjórn<br />

knattspyrnudeildarinnar hefur alltaf verið<br />

virk í daglegu starfi, hvort sem verið er að<br />

manna sjoppuna á meistaraflokksleikjum<br />

eða sinna snjómokstri og öðrum tilfallandi<br />

verkefnum. Svo verður án efa áfram.“<br />

Þetta kemur engum á óvart sem komið<br />

hefur nálægt skipulögðu íþróttastarfi<br />

hérlendis. Sjálfboðaliðar eru ómissandi<br />

og án framlags þeirra myndu hjól<br />

íþróttahreyfingarinnar allt að því hætta<br />

að snúast. Í lokin er ekki úr vegi að spyrja<br />

Árna hvort hann hafi einhver heilræði<br />

eða hugleiðingar sem hann vill koma á<br />

framfæri.<br />

„Árangur knattspyrnuliðs snýst um svo<br />

margt annað og meira en að sparka í bolta.<br />

„Tólfti maðurinn“ getur til að mynda verið<br />

einhver sem heldur uppi fjörinu og gerir<br />

allt skemmtilegra fyrir aðra í kringum sig<br />

og gerir liðsfélögum sínum kleift að hlæja á<br />

erfiðri æfingu þar sem kuldinn nístir inn að<br />

beini. Sá þarf ekki endilega að vera bestur<br />

í fótbolta en ég tel viðkomandi engu að<br />

síður ómissandi hlekk í keðjunni. Einnig<br />

vil ég benda þeim sem spila fótbolta á<br />

gervigrasi á að nota réttan skóbúnað,<br />

þá gervigrasskó. Mér virðist sem þetta<br />

sé að ryðja sér til rúms í meistaraflokki<br />

enda dregur réttur skóbúnaður úr<br />

meiðslahættu.“<br />

„Ég vil þakka handknattleiksdeild<br />

Gróttu fyrir gott samstarf í tengslum við<br />

Gróttuvitann en hann hefur myndað góða<br />

tengingu á milli deildanna. Gróttuvitinn<br />

heldur utan um árskortin og skipuleggur<br />

sameiginlega viðburði á borð við þorrablót,<br />

herra- og kvennakvöld auk aðkomu að<br />

bæjarhátið Seltjarnarness. Loks vil ég<br />

hvetja Seltirninga og aðra stuðningsmenn<br />

félagsins til að vera duglega að mæta á<br />

leiki. Næsta sumar verður meistaraflokkur<br />

karla að verulegu leyti skipaður uppöldum<br />

leikmönnum sem mun vafalaust auka<br />

áhuga Nesbúa á liðinu. Ef allir bæjarbúar<br />

mættu á þó ekki væri nema einn heimaleik<br />

á tímabilinu, er öruggt að stúkan verði þétt<br />

setin. Mætum á völlinn! Kannski munu<br />

margir sem aldrei mæta á fótboltaleiki<br />

skemmta sér vel!“ segir Árni að lokum.<br />

Gróttublaðið þakkar Árna fyrir spjallið<br />

og ekki síður fyrir ósérhlífið starf í þágu<br />

félagsins!<br />

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!