17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Lykilmaðurinn<br />

á bak við tjöldin<br />

Fáir geta státað af sterkari tengslum við Seltjarnarnes en Árni<br />

Pétursson. Árni er fæddur á Nesinu árið 1961 og á hér óslitnar<br />

fjölskyldurætur sem spanna um hálfa aðra öld. Fjölskylda Árna er frá<br />

bænum Knútsborg sem stóð á Nestúni á milli Gróttu og núverandi<br />

golfvallar en afi Árna fæddist þar árið 1881.<br />

Á yngri árum lék Árni knattspyrnu og<br />

handknattleik með Gróttu auk þess<br />

sem hann æfði borðtennis í nokkur ár<br />

og körfuknattleik í þann skamma tíma<br />

sem félagið bauð upp á hann. Árni hefur<br />

á fullorðinsárum verið máttarstólpi í<br />

rekstri knattspyrnudeildar Gróttu, fyrst í<br />

foreldrastarfi með Guðmundi Maríussyni<br />

og fleiri góðum og loks sem stjórnarmaður<br />

frá árinu 2007. Árni steig nýverið til hliðar<br />

í stjórn knattspyrnudeildarinnar og er því<br />

ekki úr vegi að renna yfir farinn veg með<br />

honum. Gróttukempurnar<br />

Axel Þórir Friðriksson og<br />

Bjarni Torfi Álfþórsson<br />

gerðu eldri tímum góð<br />

skil í síðasta jólablaði svo<br />

við forvitnumst nú meira<br />

um foreldrastarfið og<br />

stjórnarsetuna.<br />

Mikið vatn hefur til<br />

sjávar runnið síðan fyrstu<br />

kynslóðir Gróttufólks<br />

æfðu og spiluðu undir<br />

merkjum félagsins. Árni<br />

æfði m.a. knattspyrnu<br />

á Borgó, sem var við enda Melabrautar,<br />

næst Hofgörðum, og á grasvelli þar<br />

sem leikskólinn stendur nú. Þá tók<br />

malarvöllurinn hjá Mýrarhúsaskóla við<br />

og loks hinn langlífi malarvöllur sem var<br />

á núverandi vallarstæði Vivaldivallarins<br />

við Suðurströnd allar götur til vormánaða<br />

2006 þegar gervigrasið var tekið í notkun.<br />

Malarvöllurinn var lagður árið 1981<br />

úr jarðvegi sem til féll við byggingu<br />

blokkanna við Austurströnd.<br />

Þegar Árni var 13 ára lenti hann í<br />

hjólreiðaslysi sem lék hnéð á honum grátt.<br />

Knattspyrnutímabilið eftir það náði Árni<br />

20<br />

varla að spila nema fyrri hálfleik því hnéð<br />

bólgnaði svo mjög: „Þetta var 11 manna<br />

bolti og við vorum akkúrat 11 sem æfðum<br />

svo það mátti illa við þessu. Þjálfarinn<br />

gantaðist með að það væri gott að hafa<br />

a.m.k. varamann, svo stundvís var bólgan!“<br />

segir Árni.<br />

Fjörugt foreldrastarf<br />

Foreldrastarfið hófst af alvöru þegar<br />

Pétur Theodór, sonur Árna, var í 7. flokki.<br />

„Fyrsta stóra mótið var á Skaganum<br />

og ég fylgdi honum einnig<br />

tvisvar á Shellmótið í Eyjum.<br />

Minningarnar frá þessum<br />

tíma eru frábærar, en mótin<br />

skipta tugum.“ Þetta ættu<br />

flestir foreldrar sem eiga börn<br />

í fótbolta að kannast við. Árni<br />

rifjar upp tvö skemmtileg<br />

atvik sem áttu sér stað í<br />

keppnisferð til Svíþjóðar árið<br />

2008: „Strákarnir voru þarna<br />

12-13 ára og við Guðmundur<br />

Maríusson sinntum fararstjórn<br />

en okkur telst til að við höfum<br />

saman gist saman í meira en 50 nætur<br />

í ferðalögum með yngri flokka félagsins.<br />

Einn daginn í þessari ferð vorum við á<br />

borgarrölti þegar einn guttinn spurði<br />

okkur Guðmund hvort við værum fáanlegir<br />

til að kaupa handa honum klámblað.<br />

Hann sýndi okkur blaðið og var það ekki<br />

af penni gerðinni! Það fylgdi bóninni að<br />

við mættum fá að skoða blaðið á undan<br />

honum,“ segir Árni og hlær dátt. Ekki varð<br />

af þessum viðskiptum.<br />

Í sömu ferð var farið í stutta útsýnissiglingu.<br />

Þar spurði einn Gróttukeppandinn Árna<br />

hvort hann gæti fengið símann hans<br />

lánaðan til að biðja mömmu sína um að<br />

millifæra pening til sín. „Að sjálfsögðu var<br />

það ekkert mál og hann sendi skilaboðin.<br />

Ég hugsaði ekki nánar út í þetta fyrr<br />

en síminn hjá mér tísti nokkru síðar og<br />

hafði mér þá borist eftirfarandi svar frá<br />

mömmunni: „Hver ert þú?“ Þarna varð<br />

mér fyrst litið á skeytið sem strákurinn<br />

hafði sent. Orðrétt var það „geturðu lagt<br />

inn á mig?“ Allar þessar ferðir, bæði með<br />

meistaraflokki og yngri flokkum, í fótbolta<br />

og handbolta, skilja eftir góðar minningar.<br />

Krakkarnir voru alltaf til fyrirmyndar og<br />

Gróttu og bæjarfélaginu til sóma.“<br />

Úr gámi í höll<br />

Setan í stjórn knattspyrnudeildar er Árna<br />

minnisstæð enda spannaði hún hátt í<br />

áratug. Talið berst að tilurð hins endurreista<br />

meistaraflokks karla. „Í upphafi gekk vægast<br />

sagt illa að fá fólk til að mæta á völlinn,<br />

þrátt fyrir freistingar á borð við ókeypis<br />

vöfflur sem móðir Hilmars formanns<br />

bakaði og að frítt væri á leikina. Hópurinn<br />

var þó þéttur og stjórnin sem tók til starfa<br />

áður en þátttaka mín hófst hafði lagt<br />

góðan grunn að framhaldinu. Í upphafi<br />

var enginn kvennabolti hjá félaginu, ekki<br />

einu sinni í yngri flokkum og sumarið<br />

2007 náðist varla í lið í 2. flokki karla. Það<br />

er gleðiefni að sjá hve mikið þetta hefur<br />

breyst á jafnskömmum tíma og vonandi<br />

gengur vel að stofna meistaraflokk kvenna.<br />

Þá hafa strákarnir í 2. flokki staðið sig<br />

frábærlega síðustu ár.“<br />

„Mér er minnisstætt þegar meistaraflokkur<br />

karla lék útileik á Selfossi sumarið 2011.<br />

Þá hittust allir við vallarhúsið og farið var<br />

með rútu austur fyrir fjall. Þegar heim var<br />

komið rákum við augun í að ljósin á bíl<br />

Einars Óla Þorvarðarsonar, sjúkraþjálfara

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!