17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Úlfur með 3. flokki Gróttu sumarið 2013<br />

Nú stendur til að endurnýja gervigrasið á<br />

Vivaldivellinum næsta vor. Hvernig líst þér á<br />

aðstöðuna og umgjörðina hjá Gróttu?<br />

Aðstaðan er algjörlega til fyrirmyndar og<br />

virkilega vel að öllu staðið. Það eru ótrúlegir<br />

vinnuþjarkar sem standa á bak við félagið<br />

og eiga sannarlega hrós skilið fyrir ótrúlega<br />

óeigingjarnt starf. Hilmar Sigurðsson, Árni<br />

Pétursson, Jón Sigurðsson, Sigurður Hilmarsson<br />

og margir fleiri hafa staðið vaktina í þessu ansi<br />

lengi og hafa unnið þau verk sem þörf hefur<br />

verið á. Þá hefur Halldór Eyjólfsson unnið<br />

ómetanlegt starf fyrir yngri flokka félagsins. Nýtt<br />

gervigras er auðvitað frábærar fréttir fyrir félagið<br />

og Grótta stendur framar mörgum öðrum<br />

félögum sem enn spila á grasi en langar til að<br />

skipta. Það var kominn tími til að endurnýja<br />

gervigrasið sem er búið að þjóna sínum tilgangi<br />

ákaflega vel fyrir unga sem aldna Gróttumenn<br />

og -konur.<br />

Hvað myndirðu ráðleggja ungum<br />

leikmönnum sem vilja ná langt í fótbolta?<br />

Þeir sem vilja ná langt í fótbolta þurfa að<br />

leggja á sig heilmikla vinnu. Það er ekki nóg<br />

að æfa bara fótbolta heldur þarf að setja sér<br />

skýr markmið, æfa aukalega með skipulögðum<br />

hætti og vera tilbúinn að fórna fyrir það eitt að<br />

bæta sig í fótbolta. Ungir leikmenn sem ætla<br />

sér að ná langt þurfa að tileinka sér lífsstíl og<br />

hugarfar afreksíþróttamanns og þar spilar allt<br />

inn í; mataræði, andleg og líkamleg þjálfun,<br />

stuðningur að heiman, bæði frá foreldrum og<br />

nánstu fjölskyldu. Það er alveg klárt mál að það<br />

er ekkert auðvelt að komast alla leið í fótbolta<br />

en mikilvægast er að sinna þessu almennilega,<br />

engar afsakanir og að sjálfsögðu gera sitt besta<br />

alls staðar, alltaf.<br />

Eitthvað að lokum?<br />

Fyrir mig er þetta ótrúlega spennandi<br />

og skemmtileg áskorun að fá að þjálfa<br />

meistaraflokk Gróttu. Þetta er auðvitað að vissu<br />

leyti sama gamla klisjan en ég væri virkilega<br />

ánægður ef ég myndi sjá sem flesta foreldra<br />

á vellinum í sumar. Ég þekki auðvitað stóran<br />

hluta af þeim, þar sem ég hef þjálfað ansi marga<br />

unga krakka í Gróttu. Fyrir liðið og félagið í heild<br />

skiptir stuðningurinn miklu máli, bæði innan<br />

vallar sem og utan. Samhent átak og stuðningur<br />

kemur okkur nær þeim stað þar sem við viljum<br />

vera sem félag.<br />

Áfram Grótta.<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!