1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

Byggjum liðið á Gróttumönnum Úlfur Blandon var nýlega ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu. Hann er 36 ára Kópavogsbúi sem býr þar ásamt sambýliskonu sinni, Karen Sturludóttur, og syni þeirra Benjamín. Úlfur er uppalinn í Vesturbænum en flutti til Norgers og bjó þar um hríð en hann spilaði upp allra yngri flokka með KR og síðar með Holmlia í Osló. Hann hefur fengist við knattspyrnuþjálfun frá árinu 2004 og er með UEFA-A þjálfararéttindi. Árið 2009 útskrifaðist Úlfur sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en samhliða þjálfuninni starfar hann sem viðskiptastjóri hjá Fóðurblöndunni. Gróttublaðið spjallaði við Úlf fyrir æfingu í ósviknu íslensku vetrarveðri. Hvað geturðu sagt okkur um þjálfaraferil þinn? Eftir að hafa lokið KSÍ-I þjálfaranámskeiði byrjaði ég sem yngri flokka þjálfari hjá Fylki árið 2004 fyrir tilstilli Þorláks Árnasonar, þáverandi þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Að svo búnu fór ég til Stjörnunnar og byrjaði þar að þjálfa yngri flokka og stýrði svo afreksstarfi knattspyrnudeildar félagsins. Þar var ég í fimm ár og stýrði hinum ýmsu flokkum. Næsta skref var þjálfun hér á Seltjarnarnesi en ég var yfirþjálfari yngri flokka Gróttu frá 2011-2013 ásamt því að þjálfa 4. og 6. flokk karla og síðar einnig 5. og 3. flokk karla. Í framhaldi af því fór ég með Bjarna Guðjónssyni til Fram og var aðstoðarþjálfari hans í eitt ár. Næsta verkefni var þjálfun 2. flokks karla hjá Víkingi og 2. flokks kvenna hjá sameiginlegu liði HK og Víkings. Allt var þetta virkilega lærdómsríkt og þroskandi fyrir mig sem þjálfara og ómetanleg reynsla að fá að kynnast yngri flokka starfi frá öllum hliðum, bæði sem þjálfari og sem yfirþjálfari með yfirsýn yfir allt yngri flokka starf félags, eins og raunin var hjá Gróttu. Eftir að hafa fengist svo lengi við við þjálfun yngri flokka er virkilega gaman og gefandi að sjá unga leikmenn sem hafa þroskast og náð þeim árangri að spila með meistaraflokki síns félags, í efstu deildunum á Íslandi eða jafnvel komist út í atvinnumennsku. Í ár fáum við að sjá unga Gróttumenn taka eitt skref enn nær sínum markmiðum og spila leiki með meistaraflokki félagsins. Tímabilið með meistaraflokki Fram var virkilega skemmtilegt, þótt árangurinn hefði mátt vera betri. Líkindin með því að þjálfa yngri flokka og meistaraflokk eru meiri en í fyrstu kann að virðast. Allt utanumhald er með líku sniði, hvort sem það er fótboltinn sjálfur, samstarf við foreldra, stjórnarmeðlimi og aðra sem leggja hönd á plóg. Allt snýst þetta um að gera liðið og einstaklingana betri. Hjá Gróttu eru þessar grunnskoðir í mjög góðum farvegi. Félagið er ungt og á framtíðina fyrir sér og hér er sannarlega ekki skortur á góðum efnivið. Hvernig leggst tímabilið og komandi knattspyrnusumar í þig? Ég hef auðvitað fylgst vel með starfi Gróttu úr fjarlægð síðustu tvö ár og þekki því vel til mála hjá félaginu ásamt því að hafa með einhverjum hætti komið að þjálfun flestra þeirra ungu leikmanna sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Næsta sumar er viss prófsteinn fyrir Gróttu því byggja á upp liðið með markvissari hætti með ungum Gróttumönnum. Þegar ég var síðast hjá félaginu var unnið eftir ákveðinni hugmyndafræði sem rímar vel við mínar áherslur í dag. Ég vil að meistaraflokkur karla hjá Gróttu sé staður þar sem ungir Gróttumenn fá tækifæri til að þroskast og eigi sannarlega möguleika á að spila fyrir eigið félag þegar yngri flokka starfi sleppir. Menn þurfa að fá að spreyta sig á svellinu, gera sín mistök til að þroskast sem knattspyrnumenn og spila með sér eldri og reyndari leikmönnum. Mestu skiptir að allir séu reiðubúnir að leggja sig fram fyrir félagið og liðið. Undirbúningstímabilið er vitaskuld hafið en það hefur byrjað af miklum krafti. Hópurinn er farinn að taka á sig mynd en gaman er að segja frá því að þeir leikmenn sem ég hefði helst viljað halda innan raða félagsins hafa allir skrifað undir samning. Áherslur tímabilsins eru margþættar en mikilvægast af öllu er að leikmenn, stuðningsmenn og aðrir sem að félaginu standa skemmti sér vel og njóti þess að taka þátt í þessu uppbyggingarferli. 14

Úlfur með 3. flokki Gróttu sumarið 2013 Nú stendur til að endurnýja gervigrasið á Vivaldivellinum næsta vor. Hvernig líst þér á aðstöðuna og umgjörðina hjá Gróttu? Aðstaðan er algjörlega til fyrirmyndar og virkilega vel að öllu staðið. Það eru ótrúlegir vinnuþjarkar sem standa á bak við félagið og eiga sannarlega hrós skilið fyrir ótrúlega óeigingjarnt starf. Hilmar Sigurðsson, Árni Pétursson, Jón Sigurðsson, Sigurður Hilmarsson og margir fleiri hafa staðið vaktina í þessu ansi lengi og hafa unnið þau verk sem þörf hefur verið á. Þá hefur Halldór Eyjólfsson unnið ómetanlegt starf fyrir yngri flokka félagsins. Nýtt gervigras er auðvitað frábærar fréttir fyrir félagið og Grótta stendur framar mörgum öðrum félögum sem enn spila á grasi en langar til að skipta. Það var kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er búið að þjóna sínum tilgangi ákaflega vel fyrir unga sem aldna Gróttumenn og -konur. Hvað myndirðu ráðleggja ungum leikmönnum sem vilja ná langt í fótbolta? Þeir sem vilja ná langt í fótbolta þurfa að leggja á sig heilmikla vinnu. Það er ekki nóg að æfa bara fótbolta heldur þarf að setja sér skýr markmið, æfa aukalega með skipulögðum hætti og vera tilbúinn að fórna fyrir það eitt að bæta sig í fótbolta. Ungir leikmenn sem ætla sér að ná langt þurfa að tileinka sér lífsstíl og hugarfar afreksíþróttamanns og þar spilar allt inn í; mataræði, andleg og líkamleg þjálfun, stuðningur að heiman, bæði frá foreldrum og nánstu fjölskyldu. Það er alveg klárt mál að það er ekkert auðvelt að komast alla leið í fótbolta en mikilvægast er að sinna þessu almennilega, engar afsakanir og að sjálfsögðu gera sitt besta alls staðar, alltaf. Eitthvað að lokum? Fyrir mig er þetta ótrúlega spennandi og skemmtileg áskorun að fá að þjálfa meistaraflokk Gróttu. Þetta er auðvitað að vissu leyti sama gamla klisjan en ég væri virkilega ánægður ef ég myndi sjá sem flesta foreldra á vellinum í sumar. Ég þekki auðvitað stóran hluta af þeim, þar sem ég hef þjálfað ansi marga unga krakka í Gróttu. Fyrir liðið og félagið í heild skiptir stuðningurinn miklu máli, bæði innan vallar sem og utan. Samhent átak og stuðningur kemur okkur nær þeim stað þar sem við viljum vera sem félag. Áfram Grótta. GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 15

Byggjum liðið<br />

á Gróttumönnum<br />

Úlfur Blandon var nýlega ráðinn<br />

þjálfari meistaraflokks karla hjá<br />

Gróttu. Hann er 36 ára Kópavogsbúi<br />

sem býr þar ásamt sambýliskonu<br />

sinni, Karen Sturludóttur, og<br />

syni þeirra Benjamín. Úlfur er<br />

uppalinn í Vesturbænum en flutti<br />

til Norgers og bjó þar um hríð en<br />

hann spilaði upp allra yngri flokka<br />

með KR og síðar með Holmlia<br />

í Osló. Hann hefur fengist við<br />

knattspyrnuþjálfun frá árinu 2004<br />

og er með UEFA-A þjálfararéttindi.<br />

Árið 2009 útskrifaðist Úlfur sem<br />

viðskiptafræðingur frá Háskólanum<br />

í Reykjavík en samhliða þjálfuninni<br />

starfar hann sem viðskiptastjóri hjá<br />

Fóðurblöndunni.<br />

Gróttublaðið spjallaði við Úlf<br />

fyrir æfingu í ósviknu íslensku<br />

vetrarveðri.<br />

Hvað geturðu sagt okkur um þjálfaraferil þinn?<br />

Eftir að hafa lokið KSÍ-I þjálfaranámskeiði<br />

byrjaði ég sem yngri flokka þjálfari hjá Fylki árið<br />

2004 fyrir tilstilli Þorláks Árnasonar, þáverandi<br />

þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Að<br />

svo búnu fór ég til Stjörnunnar og byrjaði þar<br />

að þjálfa yngri flokka og stýrði svo afreksstarfi<br />

knattspyrnudeildar félagsins. Þar var ég í fimm<br />

ár og stýrði hinum ýmsu flokkum. Næsta<br />

skref var þjálfun hér á Seltjarnarnesi en ég var<br />

yfirþjálfari yngri flokka Gróttu frá 2011-2013<br />

ásamt því að þjálfa 4. og 6. flokk karla og síðar<br />

einnig 5. og 3. flokk karla. Í framhaldi af því fór<br />

ég með Bjarna Guðjónssyni til Fram og var<br />

aðstoðarþjálfari hans í eitt ár.<br />

Næsta verkefni var þjálfun 2. flokks karla hjá<br />

Víkingi og 2. flokks kvenna hjá sameiginlegu<br />

liði HK og Víkings. Allt var þetta virkilega<br />

lærdómsríkt og þroskandi fyrir mig sem þjálfara<br />

og ómetanleg reynsla að fá að kynnast yngri<br />

flokka starfi frá öllum hliðum, bæði sem þjálfari<br />

og sem yfirþjálfari með yfirsýn yfir allt yngri<br />

flokka starf félags, eins og raunin var hjá Gróttu.<br />

Eftir að hafa fengist svo lengi við við þjálfun<br />

yngri flokka er virkilega gaman og gefandi að<br />

sjá unga leikmenn sem hafa þroskast og náð<br />

þeim árangri að spila með meistaraflokki síns<br />

félags, í efstu deildunum á Íslandi eða jafnvel<br />

komist út í atvinnumennsku. Í ár fáum við að sjá<br />

unga Gróttumenn taka eitt skref enn nær sínum<br />

markmiðum og spila leiki með meistaraflokki<br />

félagsins.<br />

Tímabilið með meistaraflokki Fram var virkilega<br />

skemmtilegt, þótt árangurinn hefði mátt vera<br />

betri. Líkindin með því að þjálfa yngri flokka<br />

og meistaraflokk eru meiri en í fyrstu kann<br />

að virðast. Allt utanumhald er með líku sniði,<br />

hvort sem það er fótboltinn sjálfur, samstarf við<br />

foreldra, stjórnarmeðlimi og aðra sem leggja<br />

hönd á plóg. Allt snýst þetta um að gera liðið<br />

og einstaklingana betri. Hjá Gróttu eru þessar<br />

grunnskoðir í mjög góðum farvegi. Félagið<br />

er ungt og á framtíðina fyrir sér og hér er<br />

sannarlega ekki skortur á góðum efnivið.<br />

Hvernig leggst tímabilið og komandi<br />

knattspyrnusumar í þig?<br />

Ég hef auðvitað fylgst vel með starfi Gróttu<br />

úr fjarlægð síðustu tvö ár og þekki því vel<br />

til mála hjá félaginu ásamt því að hafa með<br />

einhverjum hætti komið að þjálfun flestra<br />

þeirra ungu leikmanna sem nú eru að stíga sín<br />

fyrstu skref með meistaraflokki. Næsta sumar<br />

er viss prófsteinn fyrir Gróttu því byggja á<br />

upp liðið með markvissari hætti með ungum<br />

Gróttumönnum. Þegar ég var síðast hjá félaginu<br />

var unnið eftir ákveðinni hugmyndafræði<br />

sem rímar vel við mínar áherslur í dag. Ég vil<br />

að meistaraflokkur karla hjá Gróttu sé staður<br />

þar sem ungir Gróttumenn fá tækifæri til að<br />

þroskast og eigi sannarlega möguleika á að<br />

spila fyrir eigið félag þegar yngri flokka starfi<br />

sleppir. Menn þurfa að fá að spreyta sig á<br />

svellinu, gera sín mistök til að þroskast sem<br />

knattspyrnumenn og spila með sér eldri og<br />

reyndari leikmönnum. Mestu skiptir að allir séu<br />

reiðubúnir að leggja sig fram fyrir félagið og<br />

liðið.<br />

Undirbúningstímabilið er vitaskuld hafið en það<br />

hefur byrjað af miklum krafti. Hópurinn er farinn<br />

að taka á sig mynd en gaman er að segja frá<br />

því að þeir leikmenn sem ég hefði helst viljað<br />

halda innan raða félagsins hafa allir skrifað undir<br />

samning. Áherslur tímabilsins eru margþættar<br />

en mikilvægast af öllu er að leikmenn,<br />

stuðningsmenn og aðrir sem að félaginu standa<br />

skemmti sér vel og njóti þess að taka þátt í<br />

þessu uppbyggingarferli.<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!