17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Gróttuvöllur verður<br />

Vivaldivöllurinn<br />

Viðtal við Jón von Tetzchner frumkvöðul<br />

Margir ráku upp stór augu þann<br />

23. janúar þegar tilkynnt var<br />

að Gróttuvöllur hefði skipt um<br />

nafn. Völlurinn skyldi framvegis<br />

heita Vivaldivöllurinn í framhaldi<br />

af samstarfssamningi sem<br />

knattspyrnudeild Gróttu og<br />

hugbúnaðarfyrirtækið Vivaldi<br />

Technologies gerðu með sér.<br />

En hvað var þetta Vivaldi, annað<br />

en ítalskt tónskáld frá 18. öld?<br />

Hver er maðurinn á bak við nafnið?<br />

Frumkvöðullinn Jón Stephensen von<br />

Tetzchner er uppalinn Seltirningur sem æfði<br />

fótbolta með Gróttu, gekk í Menntaskólann í<br />

Reykjavík og flutti að loknu stúdentsprófi til<br />

Noregs á vit ævintýranna. Jón er þekktastur<br />

fyrir að hafa stofnað hugbúnaðarfyrirtækið<br />

Opera en á tímabili var Opera-netvafrinn<br />

einn sá vinsælasti í heimi. Jón sagði skilið<br />

við Opera árið 2013 en hefur nú komið öðru<br />

hugbúnaðarfyrirtæki á laggirnar, einmitt<br />

Vivaldi sem er nú að ryðja sér til rúms í<br />

tækniheimum.<br />

Gróttublaðið heyrði hljóðið í Jóni sjálfum<br />

og spurði hann út í samstarfið við Gróttu<br />

og hvernig það hafi komið til: „Það kom<br />

fyrirspurn frá Gróttu um hvort að við hefðum<br />

áhuga á að kaupa nafnið á Gróttuvelli. Það<br />

tók okkur ekki langan tíma að svara þessu<br />

játandi enda mjög gaman að geta stutt sitt<br />

gamla félag á svona skemmtilegan hátt”<br />

segir Jón sem þykir greinilega vænt um sitt<br />

gamla bæjarfélag en þess ber að geta að fyrir<br />

tveimur árum opnaði hann frumkvöðlasetrið<br />

Innovation House á Eiðistorgi þar sem 18<br />

sprotafyrirtæki hafa vinnuaðstöðu.<br />

Vefvafrinn Vivaldi var settur á laggirnar aðeins<br />

nokkrum dögum eftir að Vivaldivöllurinn varð<br />

að veruleika. Það er því ekki úr vegi að spyrja<br />

Jón hvernig gangi hjá fyrirtækinu, nú þegar<br />

vafrinn hefur verið virkur í nokkra mánuði?<br />

„Viðtökurnar sem við höfum fengið hafa verið<br />

frábærar! Við höfum fengið yfir 2 milljónir<br />

niðurhala (e. downloads) og það án þess<br />

að vera með formlega útgáfu af vafranum<br />

tilbúna. Við gáfum út „Technical preview” í<br />

byrjun árs og fyrir nokkrum vikum sendum<br />

við beta útgáfu frá okkur. Notendur hafa lýst<br />

yfir ánægju með vafrann og þá hafa einnig<br />

verið skrifaðar margar jákvæðar greinar um<br />

hann.”<br />

Eins og komið hefur fram æfði Jón fótbolta<br />

með Gróttu á sínum yngri árum án þess<br />

þó, að eigin sögn í það minnsta, að skara<br />

fram úr. Það gerði hann síðar á sviði<br />

hugbúnaðarþróunar og viðskipta en Jón<br />

stofnaði fyrirtækið Opera Software sem naut<br />

mikillar velgengni. Við spyrjum Jón hvað þurfi<br />

til að komast á toppinn í því sem maður tekur<br />

sér fyrir hendur? „Þetta er auðvitað spurning<br />

um liðið. Ég vann með frábæru fólki í Óperu<br />

og geri það aftur í Vivaldi. Við höfum trú á<br />

því sem við erum að gera og erum þrjósk.<br />

Það eru mjög miklir hæfileikar í teyminu –<br />

starfsorka og þrjóska, það er lykillinn.” Gaman<br />

er að segja frá því að í sumar gaf Vivaldi<br />

starfsmönnum sínum Gróttutreyjur með<br />

merki Vivaldi framan á og endum við þetta<br />

spjall á að spyrja Jón hvernig starfsfólkið hafi<br />

tekið í þessar skemmtilegu gjafir? „Þau voru<br />

mjög ánægð með þetta. Gróttubúningurinn<br />

er flottur og fólk er ánægt með að Grótta sé<br />

okkar lið”. Gróttublaðið þakkar Jóni kærlega<br />

fyrir spjallið og óskar honum og hans<br />

fyrirtækjum áframhaldandi velgengni.<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!