17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bjarki Már í Kólumbíu<br />

Bjarki Már Ólafsson er Gróttufólki að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið virkur í starfi<br />

knattspyrnudeildarinnar, bæði sem leikmaður og þjálfari. Á liðnu tímabili þjálfaði hinn 21<br />

árs Seltirningur 5. og 6. flokk kvenna og 7. flokk karla við góðan orðstír. Nú er hann hins vegar<br />

staddur í fátækrahverfi í Bogatá, höfuðborg Kólumbíu, þar sem hann fæst við knattspyrnuþjálfun<br />

fyrir milligöngu AUS, skrifstofu alþjóðlegra ungmennaskipta.<br />

Með aðstoð nýjustu tækni náði Gróttublaðið tali af Bjarka einn sólríkan dag í Suður-Ameríkulandinu.<br />

Hvernig kom það til að þú ert nú staddur<br />

í gríðarstóru fátækrahverfi í höfuðborg<br />

Kólumbíu?<br />

„Fyrir tveimur árum settist ég niður<br />

með sjálfum mér, setti mér markmið og<br />

þrepaskipti þeim. Eitt af þrepunum var að<br />

fá víðari sýn á lífið til þess að ná þessum<br />

markmiðum mínum sem ég hef í þjálfuninni.<br />

Ég hef verið alinn upp í nokkuð „þægilegu“<br />

umhverfi og mér fannst bráðnauðsynlegt<br />

að sjá allar hliðar lífsins til þess að þroskast<br />

sem einstaklingur. Fátækrahverfi í Bogotá<br />

var kjörinn vettvangur þar sem að<br />

fótboltamenningin hér er mjög rík og mig<br />

langaði sömuleiðis að ná betri tökum á<br />

spænsku eftir nokkurra ára nám í skólanum.<br />

Einnig heillaði saga landsins mig og ég var<br />

viss um að ég hefði eitthvað fram að færa í<br />

daglegu lífi barnanna hérna.“<br />

Því skal ekki andmælt að Seltjarnarnes<br />

á 21. öldinni sé þægilegt umhverfi!<br />

Aðstaðan, áskorarnirnar og væntingarnar<br />

hljóta að vera harla ólíkar. En fótboltinn<br />

þekkir þó engin landamæri eða hvað?<br />

„Það er fegurðin í þessu að það er alveg sama<br />

hvar þú ert í heiminum, hver bakgrunnur<br />

þinn er og hver vandamálin eru heima fyrir<br />

þá er leikurinn alltaf spilaður á sama hátt.<br />

Ég sé það hér, eftir að hafa rætt við börnin,<br />

að það að komast út á fótboltavöll er hjá<br />

mörgum nokkurs konar flótti frá ofbeldinu<br />

og vandamálunum heima fyrir. Þetta er<br />

eitthvað sem krakkarnir elska og alla dreymir<br />

um að geta fetað í fótspor stórstjarnanna<br />

í kólumbíska landsliðinu sem margar hafa<br />

einmitt svipaðan bakgrunn.“<br />

Forvarnargildi íþrótta er óumdeilt<br />

og góðar fyrirmyndir eru sannarlega<br />

mikilvægar. Segðu okkur aðeins nánar frá<br />

aðstæðum þeirra sem þú ert að þjálfa.<br />

„Krakkarnir sem eru í prógramminu hjá<br />

okkur búa flest í hverfinu Ciudad Bolívar,<br />

þar sem verkefnið er staðsett. Hverfið er<br />

stórt og þar ríkir gífurleg fátækt. Börnin eiga<br />

það sameiginlegt að koma frá fátækum<br />

fjölskyldum og er ofbeldi heima fyrir partur<br />

af daglegri upplifun margra þeirra. Í hverfinu<br />

eru fjöldamörg gengi starfrækt og einnig<br />

12<br />

hefur örlað á virkni hryðjuverkasamtakanna<br />

FARC svo börnin sem eru hjá okkur eru vön<br />

hlutum sem við sem búum á Íslandi getum<br />

vart gert okkur í hugarlund. Aðstæður til<br />

þjálfunar eru kannski ekki upp á marga<br />

fiska, það eru að jafnaði 50 krakkar á æfingu,<br />

fjórir boltar, nokkur vesti og tveir vellir - eitt<br />

moldarsvað og annar malbikaður. Krakkarnir<br />

kippa sér ekkert upp við það þó það sé ekki<br />

einn bolti á mann, þau elska að hittast á<br />

vellinum og fá að spila saman.“<br />

Þá að heimahögunum. Hvað stóð upp úr<br />

á knattspyrnuárinu með Gróttu?<br />

„Tímabilið var í alla staði frábært og dýrmæt<br />

reynsla fyrir mig. Markmið ársins var að starfa<br />

í fyrsta skipti sem þjálfari í fullu starfi og ég er<br />

gífurlega þakklátur fyrir tækifærið og traustið<br />

sem Grótta sýndi mér. Auk þess að þjálfa<br />

5. og 6. flokk kvenna og 7. flokk karla, var<br />

ég aðstoðarþjálfari í 2. flokki karla og stýrði<br />

afreksstarfi deilarinnar. Hápunktur sumarsins<br />

var að leiða 6. flokk kvenna út á Kópavogsvöll<br />

í úrslitaleik A-liða á Símamótinu. Þetta var<br />

ótrúlega viðburðaríkt sumar og dýrmætt í<br />

reynslubankann.“<br />

Hvað er svo framundan hjá þér?<br />

„Planið hjá mér er nokkuð einfalt. Ég fer að<br />

ferðast um Suður-Ameríku í janúar og tek<br />

mér tvo mánuði í það ásamt kærustunni<br />

minni. Að því loknu kem ég heim og fer<br />

í tímabæra hjartaaðgerð, hjartalokuskipti<br />

nánar tiltekið. Þá tekur við u.þ.b. mánaðar<br />

bataferli. Þegar ég hef náð mér að fullu flyt ég<br />

til Stokkhólms þar sem ég mun halda áfram<br />

að vinna að markmiðum mínum sem þjálfari<br />

en þar mun ég setjast á skólabekk og læra<br />

íþrótta- og þjálffræði.“<br />

Gróttublaðið þakkar Bjarka fyrir spjallið og<br />

sendir honum bestu kveðjur af Nesinu!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!