17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

í sumar endaði liðið um miðja deild. Þá er<br />

Pétur Steinn Þorsteinsson kominn heim<br />

eftir rúmlega ársdvöl hjá sænska stórliðinu<br />

AIK. Pétur hefur verið óheppinn með<br />

meiðsli eftir að hann flutti til Svíþjóðar og<br />

mun vonandi ná sér góðum og blómstra í<br />

bláu treyjunni á nýjan leik.<br />

Bræðurnir Agnar og Dagur Guðjónssynir<br />

eru fæddir árið 1997, líkt og Pétur Steinn,<br />

en þeir hafa samanlagt spilað 11 leiki<br />

fyrir meistaraflokk. Agnar leikur sem<br />

sóknarmaður og Dagur sem hægri<br />

bakvörður en hann getur einnig leyst<br />

stöður framar á vellinum. Kristófer Orri<br />

Pétursson er yngstur áttmenninganna<br />

en hann er fæddur árið 1998. Kristófer,<br />

sem leikur sem miðjumaður, fór í<br />

haust til æfinga hjá sænska liðinu IF<br />

Brommapojkarna eins og greint er<br />

frá í Gróttublaðinu. Fjórir leikmenn úr<br />

hinum öfluga 1996 árgangi hafa svo<br />

samið við knattspyrnudeildina. Það<br />

eru markvörðurinn Jón Ivan Rivine,<br />

bakvörðurinn Davíð Fannar Ragnarsson<br />

og miðjumennirnir Arnar Þór Helgason<br />

og Bjarni Rögnvaldsson. Fleiri leikmenn<br />

úr 1996 árganginum munu vonandi<br />

koma sterkir inn í meistaraflokkinn á<br />

næstu mánuðum en alls voru 12 strákar<br />

úr árganginum að ganga upp úr 2. flokki í<br />

haust.<br />

Það verður sannarlega spennandi að<br />

fylgjast með lærisveinum Úlfs Blandon<br />

á Vivaldivellinum næsta sumar. Þessir<br />

frambærilegu ungu leikmenn munu<br />

eiga sviðið í bland við reyndari kappa á<br />

borð við Guðmund Martein Hannesson,<br />

Jóhannes Hilmarsson og Ásgeir Aron<br />

Ásgeirsson og hver veit nema eftirlæti allra<br />

Gróttustuðningsmanna, Hrafn Jónsson,<br />

snúi aftur í Gróttuliðið. Stuðningur<br />

áhorfenda skiptir sköpum og hvetur<br />

Gróttublaðið alla Seltirninga til að leggja<br />

leið sína á völlinn næsta sumar. Við tökum<br />

nefnilega undir með skáldinu góða<br />

Þorsteini Erlingssyni sem benti á að „ef<br />

æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á<br />

framtíðar vegi.“<br />

JÓLA<br />

PAKKAR<br />

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum<br />

790 kr.<br />

staðgreitt<br />

Hámark<br />

30 kg<br />

eða 0,1 m 3<br />

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að<br />

finna á landflutningar.is<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!