17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Framtíðar vegur<br />

Það er óhætt að segja að sumarið hafi verið strembið hjá meistaraflokki Gróttu. Liðið var komið í 1. deild á nýjan<br />

leik og undir stjórn hins reynda þjálfara Gunnars Guðmundssonar var stefnan sett á að halda sæti í deildinni. Það<br />

reyndist þrautin þyngri og þegar upp var staðið endaði Grótta í 11. og næst neðsta sæti. Selfyssingar urðu sæti<br />

ofar en Grótta en þeir reyndust sterkari á svellinu í hálfgerðum úrslitaleik á Selfossi hinn 5. september þar sem<br />

Gróttumenn urðu að sækja til sigurs. Sóknarleikurinn varð Gróttu að falli á tímabilinu en liðinu tókst aðeins að<br />

skora 10 mörk í 22 leikjum.<br />

Fáir ungir Gróttumenn komu við sögu<br />

hjá Gróttu í sumar. Mikilla breytinga er<br />

að vænta því í haust hafa hvorki fleiri né<br />

færri en átta ungir leikmenn skrifað undir<br />

sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild. Í<br />

umfjöllun Fótbolta.net hinn 24. nóvember<br />

2015 sagði Hilmar Sigurðsson formaður<br />

knattspyrnudeildar eftirfarandi: „Það er<br />

stefna knattspyrnudeildarinnar að byggja á<br />

ungum og uppöldum Gróttuleikmönnum<br />

sem munu fá tækifæri til þess að sanna<br />

sig með meistaraflokki.” Jafnframt sagði<br />

Hilmar samninga við leikmennina vera<br />

mikilvægan áfanga í uppbyggingu<br />

deildarinnar og að máli skipti að ungir<br />

leikmenn félagsins hafi trú á starfinu.<br />

Sjö af leikmönnunum átta sem um ræðir<br />

voru lykilmenn í 2. flokki sem gerði það<br />

gott síðustu tvö tímabil undir stjórn Jens<br />

Sævarssonar. Árið 2014 vann flokkurinn<br />

sig upp í B-deild í fyrsta sinn í áraraðir og<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!