03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Félaginn Nóvember 2015<br />

Félaginn Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir (52 ára)<br />

Á sextugsaldri og safnar gráu hári,<br />

því allir vita að með því kemur viskan<br />

Dýrleif Skjóldal, eða Dilla eins og hún<br />

er kölluð, er leikskólakennari í leikskólanum<br />

Álfaborg á Svalbarðsströnd. Hún<br />

segist fá útrás í „vinnunum“ sínum og<br />

Ekvador er í uppáhaldi.<br />

Hver: Leikskólakennari í leikskólanum<br />

Álfaborg á Svalbarðsströnd, ritari<br />

stjórnar Félags leikskólakennara, sundþjálfari<br />

hjá Sundfélaginu Óðni Akureyri<br />

og amma.<br />

Hvað er helst á döfinni í starfi leikskólans<br />

Álfaborgar? Það er allt að gerast þar.<br />

Álfaborg og Valsárskóli, sem er grunnskóli<br />

sveitarinnar, voru sameinaðir í<br />

ágúst síðastliðnum og nú erum við að<br />

verða hluti af leiðtogasamfélaginu þar.<br />

Hvað málefni eru í forgangi hjá Félagi<br />

leikskólakennara þetta haustið? Fyrir<br />

utan að landa kjarasamningi þá höfum<br />

við sett stefnuna á fjölgun karla í yngri<br />

barna kennslu í vetur. Við stóðum fyrir<br />

vel heppnuðum morgunverðarfundi í<br />

byrjun október og verðum með ráðstefnu<br />

um málefnið í febrúar á næsta ári.<br />

Hvaða bók er á náttborðinu? Ég á ekki<br />

náttborð. Ég er hins vegar með margar<br />

bækur á stól við hliðina á rúminu. Þeirra<br />

á meðal eru Livet er som et banantre,<br />

Snikk, Snakk, Snute og World on a<br />

Maple Leaf sem innihalda allar sögur<br />

hinna ýmsu sagnaþula.<br />

Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? Það<br />

var sund, engin spurning.<br />

Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað<br />

hafa sem kennara? Ég hefði gjarna viljað<br />

hafa Harald Frey Gíslason, formann FL,<br />

sem kennara.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!