03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„En ef eitthvað er að þá reyni ég að kalla á kennara sem talar<br />

sama tungumál, til að útskýra fyrir foreldrunum og ég reyni líka<br />

að spyrja þau ef eitthvað er að gerast í leikskólanum. Ef ég sé að<br />

þau skilja ekki, þá reyni ég að fá upplýsingarnar á þeirra tungumáli,<br />

fá pólska kennarar til að skrifa á pólsku, t.d vegna tilkynningar<br />

um foreldraviðtöl. Við verðum að finna leið til að koma<br />

upplýsingum til þeirra. Ég hef verið svo heppin að hér hefur<br />

verið pólskur kennari og ég nota hann mikið.“<br />

Það kom líka fram að starfsfólk þyrfti að vera vakandi yfir<br />

því hvernig samstarfið væri á milli foreldra barna af erlendum<br />

uppruna og leikskólans, sem og hvernig tekið væri á móti börnum<br />

af erlendum uppruna.<br />

„Það eru ekki allar þjóðir eins og við megum ekki dæma<br />

strax heldur upplýsa. Það þarf að hafa það skriflegt hvernig við<br />

eigum að taka á móti börnum af erlendum uppruna og hvernig<br />

við styðjum foreldra þeirra og höfum upplýsingar á þeirra<br />

tungumáli. Kynna foreldrum rétt þeirra, til dæmis réttinn til að<br />

fá túlk.“<br />

Lokaorð<br />

Rannsókn mín og viðtöl benda til þess (og rannsóknir annarra<br />

styðja það) að foreldrar barna af erlendum uppruna telja að<br />

leikskólinn sé mikilvægur fyrir börn til að aðlagast íslensku<br />

samfélagi og kynnast íslenskri menningu. Ég tel að rannsóknin<br />

sýni ágætlega hvaða væntingar mæður pólsku barnanna hafa<br />

og hvaða viðhorf leikskólakennarar hafa til menntunar barna af<br />

erlendum uppruna og að báðir aðilar séu sammála um mikilvægi<br />

góðs samstarfs á milli þeirra. Að lokum vil ég segja að vitneskjan<br />

sem ég hef aflað mér við vinnu þessarar rannsóknar getur nýst<br />

mér vel í starfi mínu sem leikskólakennari og deildarstjóri, því<br />

á herðum deildarstjórans hvílir góð aðlögun barnanna ásamt<br />

ábyrgð á góðu foreldrasamstarfi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!