03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

til að starfið í leikskólanum gengi vel, að vera í góðu samstarfi<br />

við kennarana. Leikskólakennarar þyrftu að vera vandaðir í<br />

framkomu og sýna að þeir væru tilbúnir að veita allar upplýsingar<br />

um barnið og að þeim væri treystandi.<br />

Allir foreldrarnir hlökkuðu til að barnið þeirra fengi tækifæri<br />

til að leika við börn á sama aldri, læra að fara eftir reglum<br />

og læra íslensku.<br />

„Ég ætla að segja aftur, að ég myndi ráðleggja öllum að<br />

senda börn í leikskóla, sérstaklega, já, fólki frá útlöndum, því<br />

barnið lærir íslensku og leikur sér við önnur börn og lærir það<br />

líka, áður en það fer í grunnskólann, hvernig er að vera í barnahópi<br />

og hvaða reglur og allt gilda í íslensku samfélagi“<br />

Viðtöl við leikskólakennara<br />

Í viðtölum við leikskólakennarana kom fram að þeir voru allir<br />

tilbúnir að taka á móti börnum af erlendum uppruna, þó engin<br />

áætlun væri til um það í flestum leikskólum Ísafjarðabæjar, þar<br />

sem rannsóknin fór fram. Þeir töldu, að mikilvægt væri að ná<br />

til alla foreldra barna af erlendum uppruna og til að auðvelda<br />

það þá þyrfti að hafa kennara af erlendum uppruna í hverjum<br />

leikskóla. Það væri frábært að hafa fjölbreyttan starfsmannahóp<br />

í leikskólum, því samfélagið á Íslandi væri að verða fjölmenningarlegt.<br />

Leikskólakennararnir í tveimum leikskólum sögðu<br />

að yfirleitt væri enginn sérstakur undirbúningur áður en barn<br />

af erlendum uppruna byrjaði í leikskólanum. Þó væri pantaður<br />

túlkur fyrir fyrsta viðtalið, en pólskur leikskólakennari væri<br />

einnig til staðar ef foreldrar samþykktu það.<br />

„Leikskólar sem eru með starfsmenn af erlendum uppruna<br />

sem tala á öðrum tungumálum eru ríkir leikskólar. Það gerir<br />

starfið okkar fjölbreyttara. Samfélagið er að verða fjölmenningarlegt<br />

og gott að hafa það líka í leikskólanum“.<br />

Leikskólakennurunum fannst að undirstaða góðra samskipta<br />

væri fólgin í mikilvægi þess að upplýsingar um barnið<br />

kæmust til skila, bæði frá foreldrum og leikskólanum. Og til<br />

þess að starfið i leikskólanum gengi vel þyrftu kennarar að vera í<br />

nánu samstarfi við foreldrana.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!