03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

viðtölunum, sem og að mig langaði að heyra frá þeim um samstarf<br />

heimila erlendra foreldra og viðkomandi leikskóla.<br />

Viðtöl við foreldra<br />

Helstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra barna af<br />

erlendum uppruna varðandi leikskólagöngu barna þeirra voru<br />

að leikskólann yrði mikilvægur fyrir börnin til að aðlagast<br />

íslensku samfélagi og kynnast íslenskri menningu. Mæðurnar<br />

þrjár sem rætt var við töldu allar að íslenskunám hefði vegið<br />

þungt þegar tekin var ákvörðun um að setja börn í leikskóla, en<br />

tvær sögðu að þær hefðu einnig þurft öruggan stað fyrir börnin<br />

meðan þær stunduðu vinnu.<br />

„...læra samskipti við börn; hafa það betra; í leikskólanum<br />

lærir þú bara allt - tala við börnin, skrifa, mála, en þú veist, að<br />

þegar maður er að vinna, þá er lítill tími sem foreldri hefur; ég<br />

get ekki eytt eins miklum tíma og í leikskólanum; og tungumálið,<br />

það skiptir mestu máli, því hann fer í skóla“.<br />

Í öllum viðtölunum kom líka fram, að mæðurnar vildu hafa<br />

gott samstarf milli leikskóla og heimila, fá allar upplýsingar um<br />

hvað börnin voru að gera í hópastarfi, hvernig barnið borðaði<br />

og hvort það hafi sofið vel. Þær sögðu að mjög misjafnt hefði<br />

verið hversu duglegir leikskólakennararnir voru að skila öllum<br />

upplýsingum um barnið til foreldra, en þær voru líka sammála<br />

um að foreldrar þyrftu stundum að miðla meiri upplýsingum til<br />

kennaranna. En allar voru sammála um að samstarf hefði breyst<br />

töluvert til hins betra.<br />

„Kennarinn þarf að segja frá deginum, til dæmis ef barnið<br />

meiðist eða svoleiðis. Mig langar að fá upplýsingar um hvað þau<br />

eru að gera í hópastarfinu, eða svona daglegar upplýsingar hvað<br />

þau eru að gera. Ég man einu sinni að Anna var með hausverk<br />

allt kvöldið, svo ég spurði næsta dag í leikskólanum, hvort Anna<br />

hefði meitt sig eða einhvað. Þá kom í ljós að hún var að róla<br />

daginn áður og datt úr rólunni.“<br />

Allar mæðurnar voru sammála um að þegar þær voru<br />

öruggar og treystu leikskólanum, þá voru börnin einnig örugg og<br />

ánægð. Þær sögðu það einnig vera eitt af undirstöðuatriðunum,

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!