03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sem þessi börn þurfa að laga sig að og ber að taka tillit til þess.<br />

Rannsóknir um samstarf heimilis og leikskóla sýna að foreldrar<br />

hafa mismunandi skoðanir á því hvað henti barni þeirra og<br />

hvaða þjónustu það þurfi. Kennarar nefna helst daglegt spjall,<br />

foreldraviðtöl, almennar upplýsingar um starfið og kynningar<br />

og foreldrafundi sem leiðir í samstarfi við foreldra. Það sem<br />

helst var rætt við foreldra var líðan barns þeirra, almennt um<br />

dagskrá og starf leikskólans, nám og þroska barnsins, aðbúnað<br />

og hegðun (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir,<br />

2007). Oft vita foreldrar ekki hvaða þjónusta er í boði og er það<br />

hlutverk leikskólakennara að sýna þeim hvaða réttindi þeir hafa<br />

í kerfinu. Því er það hlutverk leikskólans að leita eftir upplýsingum<br />

frá foreldrum og hlusta á skoðanir þeirra.<br />

Rannsóknaraðferð<br />

Ég valdi að athuga væntingar pólskra mæðra af því að ég er líka<br />

pólsk og mig langaði til að fá að vita meira um leikskólagöngu<br />

pólskra barna og móttöku þeirra í skólunum. Einnig vildi ég<br />

kynnast viðhorfum leikskólakennara til leikskólamenntunar<br />

barna af erlendum uppruna. Í rannsókninni var leitast við að<br />

svara spurningunum „Hverjar eru væntingar þriggja pólskra<br />

mæðra til leikskólagöngu barna sinna“ og „Hvernig upplifa þrír<br />

leikskólakennarar hlutverk sitt og aðferðir við að vinna í fjölmenningarlegum<br />

leikskóla og með börn af erlendum uppruna“.<br />

Rannsóknin fór fram vorið 2014. Í rannsókninni voru notaðar<br />

eigindlegar aðferðir og við öflun gagna voru notuð hálfopin<br />

viðtöl, þar sem notaður var sami viðtalsrammi fyrir sama hóp<br />

þátttakenda og síðan spurt ítarlega um einstök atriði. Haft var<br />

samband við foreldrana símleiðis, tilgangur viðtalanna útskýrður<br />

og hvers vegna ég vildi heyra sjónarmið þeirra. Einnig<br />

var sagt frá því að lengd viðtalsins yrði um það bil hálf til ein<br />

klukkustund og að viðtalið yrði hljóðritað.<br />

Við val á leikskólakennurunum var þess gætt að þeir hefðu<br />

átt í samskiptum við erlendar fjölskyldur í leikskólunum, en<br />

reynsla þeirra var mismikil. Haft var samband við kennarana<br />

símleiðis og sömuleiðis útskýrður fyrir þeim tilgangurinn með

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!