03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

aukið ímyndunarafl, eykur ánægju og áhugahvöt og stuðlar að<br />

auknum lesskilningi.<br />

Vitað er að margir einstaklingar, og skiptir þá ekki máli<br />

hvort um börn eða fullorðna er að ræða, læra betur það efni<br />

sem sett er fram myndrænt. Þungt lesefni eins og Íslendingasögurnar<br />

hefur verið fært í myndasögubúning fyrir nemendur á<br />

mið- og unglingastigi. Meira efni er hægt að finna í myndasögum<br />

á íslensku. Þótt ekkert sé til af lestrarkennsluefni á myndasöguforminu<br />

fyrir yngstu nemendurna sækja þeir í það efni sem<br />

til er þótt lesmálið sé of erfitt fyrir þá. Nemendur geta skoðað<br />

myndirnar og dregið ályktanir um atburðarás út frá þeim þó þeir<br />

ráði ekki við að lesa þungan texta. Þannig æfist lesskilningur og<br />

ályktunarhæfni. Sem kennari á yngsta stigi verð ég mikið vör við<br />

vinsældir Andrésblaða og Syrpu. Myndasögur sem gagngert eru<br />

til að þjálfa lestur yngstu barnanna eru hins vegar af skornum<br />

skammti.<br />

Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir möguleikum myndasagna<br />

í því margvíslega læsisumhverfi sem börn alast upp í, m.a.<br />

vegna sérstöðu myndasagna hvað varðar þátttöku lesandans<br />

í framvindu sögunnar. Sú ákveðna óvissa sem sköpuð er milli<br />

ramma í myndasögu gefur lesandanum frelsi til að geta sér til<br />

um söguþráðinn.<br />

Í nútímaþjóðfélagi skiptir víðlæsi miklu máli og lestur bóka<br />

er mikilvægur, enda eitt algengasta form lesturs. Úr bókum<br />

kemur bættur orðaforði og aukinn lesskilningur. Þorri nemenda<br />

lærir að lesa í skóla með hjálp bóka og mikilvægt er að allir verði<br />

læsir. Aðgengileg og áhrifarík leið til að ná því markmiði er að<br />

höfða til áhuga hvers og eins. Lestraráhuga þarf að vekja og<br />

viðhalda hjá nemendum með því að halda að þeim áhugaverðu<br />

lesefni og geta myndasögur verið ein gerðin. Hafi einstaklingur<br />

áhuga á myndasögum ætti að nýta þann áhuga markvisst til að<br />

kenna einstaklingnum að lesa.<br />

Breitt úrval af lesefni eykur líkur á að nemendur finni<br />

viðfangsefni við hæfi. Þá getur vaknað sú von að áhugi byrjandans<br />

í lestri kvikni og að lestraráhugi verði það mikill að hann

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!