03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

undir lestraráhugahvöt og framfarir í lestri. Því er nauðsynlegt<br />

að úrvalið af lesefni sé nóg í hverjum þyngdarflokki til að allir<br />

geti haft val um lestrarbækur. Úrvalið þarf einnig að vera fjölbreytt<br />

og höfða til áhuga hvers og eins.<br />

Í dag eru miðlar sem ung börn meðhöndla af mörgum og<br />

misjöfnum toga og kenna þarf þeim að verða læs á þessa margvíslegu<br />

miðla og þá þýðir ekki að kenna eingöngu ritmál. Miðlalæsi<br />

eða nýlæsi er sú færni að geta lesið og skrifað með því að<br />

velja á milli mismunandi táknkerfa og miðla. Myndasögur eru<br />

dæmi um táknkerfi sem lesa þarf með víðtækari þekkingu en<br />

einungis á ritmálinu.<br />

Myndasögur sem valkostur í lestrarnámi<br />

Myndasögur eru form texta og mynda sem notað hefur verið<br />

til að tjá tungumálið síðan í Egyptalandi til forna. Myndasögur<br />

hafa síðan náð miklum vinsældum um allan heim hjá lesendum<br />

á öllum aldri. Lestur myndasagna er eitt af þremur atriðum sem<br />

nemendur nefna í viðhorfakönnun í 2. bekk sem ánægjulegustu<br />

lestrarupplifunina. Ályktunarhæfni er ein af undirstöðum lesturs<br />

og hefur hún áhrif á lesskilning.<br />

Myndasögur reyna mikið á ályktunarhæfni lesenda, margt er<br />

að gerast á myndunum og jafnvel á milli myndanna sem hvorki<br />

kemur beint fram á myndunum né í textanum. Lesandinn þarf<br />

þá að beita ályktunarhæfni til að geta sér til um hvað gerðist í<br />

efninu. Myndasögur kalla á annan og virkari lestur en lestur<br />

hefðbundins texta. Lesandinn þarf að beita flóknari tækni en<br />

hefðbundinni umskráningu og lesskilningi. Myndirnar gegna<br />

mikilvægu hlutverki og „lestur“ þeirra tekur til læsis í víðum<br />

skilningi. Þannig getur góð myndasaga gert lesandanum kleift<br />

að „heyra“ sögu sem ekki er sögð með texta.<br />

Rannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald myndasagna<br />

betur en hefðbundins texta og hafa meiri ánægju af<br />

lestrinum. Auk þess gefa myndasögur nemendum með takmarkaða<br />

lestrargetu færi á lestrarupplifun sem veitir þeim mikla<br />

ánægju. Með lestri myndasagna gefst kostur á að æfa lesskilning<br />

og ályktunarhæfni, auk þess sem lestur myndasagna ýtir undir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!