Skólavarðan

1WwJ52v 1WwJ52v

kennarasamband
from kennarasamband More from this publisher
03.11.2015 Views

Rannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald myndasagna betur en hefðbundins texta og hafa meiri ánægju af lestrinum. viðhalda áhugahvöt í lestri. Með markvissu inngripi er hægt að stuðla að miklum lestraráhuga á meðal nemenda. Samvinna í lestrarnámi er mjög mikilvæg og ýtir undir innri áhugahvöt; nemendur geta lesið hver fyrir annan, rætt innihald texta og kynnt lesefni sitt fyrir bekkjarfélögum. Nemendum sem setja sér markmið um félagslega ábyrgð í náminu, eins og að vinna með öðrum og hugsa út í hvernig hegðun þeirra hefur áhrif á aðra, vegnar betur í náminu en þeim sem setja sér ekki markmið. Þá geta félagslegar athafnir eins og spil og leikir aukið lestrargetu barna í gegnum leik. Kennarinn þarf að huga að vali á lesefni, en efnið þarf að vera fjölbreytt og við hæfi hvers og eins. Takist að efla lestraráhugahvöt nemenda og fá þá til að lesa sér til gagns og gamans leiðir það til viðvarandi áhugahvatar og framfara í lestri. Stuðningur foreldra og vina er einnig mikilvægur. Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval af lesefni er komið til móts við ólík áhugasvið nemenda. Kennari þarf að huga að þyngd textans, stærð leturs, lengd bóka og bókakafla, myndum í bókum og því að fjölbreytni sé í umfjöllunarefnum og textategundum. Bjóða þarf upp á sögur, ljóð, ævintýri, fræðitexta, uppflettirit og fleira. Kennarinn getur gert áhugakannanir á meðal nemenda og notað niðurstöðurnar við að ákvarða hvaða lesefni hann býður upp á og þannig aukið áhuga nemenda sinna á lestri. Samvinnuverkefni nemenda, eins og að lesa hver fyrir annan, ræða innihald, spá fyrir um framhaldið og kynna lesefni fyrir samnemendum, kveikja og viðhalda áhuga á lestri og ættu að standa nemendum á öllum aldri til boða. Fjölbreytt lesefni Börn eru líklegri til að skilja og tileinka sér texta sem þeim finnst áhugaverður og áhugaverðastur er texti sem er um kunnuglegt efni, höfðar til þeirra og þeim tekst að tengja eigin reynslu. Kennari þarf því að þekkja nemendur sína vel til að skilja hvaða lesefni er líklegt til að vekja áhuga þeirra.

2 Að hugsa sér til hvers saklaus bíltúr getur leitt – Vó! GEORG GÍRLAUSI OFURHEILI LEIKUR LAUS Vonarsnillingur Sjáðu stóra skiltið þarna, Andrésína! Skyldi Georg vita af þessu! Hann yrði alvöru keppandi! Skrítið! Allt opið hér! „Sem kennari á yngsta stigi verð ég mikið vör við vinsældir Andrésblaða og Syrpu,“ segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir m.a. í grein sinni. Góðar og vandaðar lestrarbækur geta ýtt undir aukinn lestur, lesskilning og orðaforða. Lesefni getur verið af ýmsum toga, og það sem einum finnst áhugavert er ekki endilega jafn spennandi fyrir annan. Fræðibækur og uppflettirit geta höfðað SAMKEPPNI HUGVITSMANNA 1. VERÐLAUN 100.000.000 KR Segjum honum frá þessu! SLEPPIÐ SNILLD YKKAR LAUSRI OG VINNIÐ FÚLGUR FJÁR Geooorg! Texti: Gorm Transgaard / Teikningar: Arild Midthun Já! Hann er alltaf snuðaður af því að enginn borgar honum eins og snilld hans verðskuldar! Skrítið! Og af hverju er svona skítugt hérna? til einhverra en aðrir vilja helst lesa spennandi ævintýrasögur eða vísindaskáldskap. Enn aðrir vilja lesa ljóð eða myndasögur. Á vefnum nams.is má finna lista yfir bækur sem flokkast sem lestrarkennsluefni. Á listanum er að finna 131 bók sem eru flokkaðar í fimm þyngdarflokka. Tekið er fram að útgáfu einhverra þessara bóka hefur verið hætt en eintök af þeim eru þó til víða í skólum. Auk þessara fimm flokka eru 17 bækur á svipuðu þyngdarstigi og bækur í fimmta þyngdarflokki, en þeim fylgja að auki hljóðbækur. Skýrt er tekið fram að myndir styðji vel við efni bóka í fyrstu fjórum þyngdarflokkunum til að auðvelda skilning. Á hverju ári bætast nokkrar bækur inn í þessa þyngdarflokka. Flokkarnir fimm varpa skýru ljósi á gerð texta og efni sem breytist og þyngist. Þessi sömu einkenni sjást í lestrarkennsluefni, hvort sem það kemur fyrir í einni og sömu bókinni eða bókaflokki. Nemendur eru misfljótir að tileinka sér lestrartækni. Sumir þurfa ekki að lesa allar bækurnar en öðrum nægir ekki að lesa þessar bækur til að taka eðlilegum framförum. Þá þurfa nemendur að lesa sumar eða jafnvel allar bækurnar aftur. Eins og áður kom fram er val um lesefni eitt af því sem ýtir

Rannsóknir sýna að<br />

nemendur tileinka sér<br />

innihald myndasagna<br />

betur en hefðbundins<br />

texta og hafa meiri<br />

ánægju af lestrinum.<br />

viðhalda áhugahvöt í lestri. Með markvissu inngripi er hægt að<br />

stuðla að miklum lestraráhuga á meðal nemenda. Samvinna<br />

í lestrarnámi er mjög mikilvæg og ýtir undir innri áhugahvöt;<br />

nemendur geta lesið hver fyrir annan, rætt innihald texta og<br />

kynnt lesefni sitt fyrir bekkjarfélögum. Nemendum sem setja sér<br />

markmið um félagslega ábyrgð í náminu, eins og að vinna með<br />

öðrum og hugsa út í hvernig hegðun þeirra hefur áhrif á aðra,<br />

vegnar betur í náminu en þeim sem setja sér ekki markmið. Þá<br />

geta félagslegar athafnir eins og spil og leikir aukið lestrargetu<br />

barna í gegnum leik. Kennarinn þarf að huga að vali á lesefni,<br />

en efnið þarf að vera fjölbreytt og við hæfi<br />

hvers og eins. Takist að efla lestraráhugahvöt<br />

nemenda og fá þá til að lesa sér til<br />

gagns og gamans leiðir það til viðvarandi<br />

áhugahvatar og framfara í lestri. Stuðningur<br />

foreldra og vina er einnig mikilvægur.<br />

Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval<br />

af lesefni er komið til móts við ólík áhugasvið<br />

nemenda. Kennari þarf að huga að<br />

þyngd textans, stærð leturs, lengd bóka<br />

og bókakafla, myndum í bókum og því að fjölbreytni sé í umfjöllunarefnum<br />

og textategundum. Bjóða þarf upp á sögur, ljóð,<br />

ævintýri, fræðitexta, uppflettirit og fleira. Kennarinn getur gert<br />

áhugakannanir á meðal nemenda og notað niðurstöðurnar við að<br />

ákvarða hvaða lesefni hann býður upp á og þannig aukið áhuga<br />

nemenda sinna á lestri. Samvinnuverkefni nemenda, eins og að<br />

lesa hver fyrir annan, ræða innihald, spá fyrir um framhaldið og<br />

kynna lesefni fyrir samnemendum, kveikja og viðhalda áhuga á<br />

lestri og ættu að standa nemendum á öllum aldri til boða.<br />

Fjölbreytt lesefni<br />

Börn eru líklegri til að skilja og tileinka sér texta sem þeim finnst<br />

áhugaverður og áhugaverðastur er texti sem er um kunnuglegt<br />

efni, höfðar til þeirra og þeim tekst að tengja eigin reynslu.<br />

Kennari þarf því að þekkja nemendur sína vel til að skilja hvaða<br />

lesefni er líklegt til að vekja áhuga þeirra.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!