03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„Það er alveg jafn<br />

merkilegt að verða<br />

rafvirki og lögfræðingur“<br />

Það berast hlátrasköll í bland við vélarnið frá gömlu hjáleigunni<br />

svokölluðu, vestan megin við Tækniskólann í Hafnarfirði,<br />

þegar blaðamann ber að garði einn fimmtudagsmorguninn.<br />

Þar inni eru að störfum glaðbeittir<br />

nemendur í áfanga sem heitir því skemmtilega<br />

nafni „Hlúð að gömlu,“ undir handleiðslu Sigríðar<br />

Júlíu Bjarnadóttur.<br />

Áfanginn, sem hefur staðið nemendum á starfsbraut<br />

Tækniskólans til boða undanfarna þrjá vetur,<br />

er hugarfóstur Sigríðar Júlíu sem hefur verið myndmenntakennari<br />

við listnámsdeild skólans undanfarin ár.<br />

„Ég er búin að kenna starfsbrautina í mörg ár og var orðin<br />

þreytt á að svara endurteknum spurningum nemenda minna<br />

um til hvers þau væru að gera hitt og þetta, eins og til dæmis að<br />

teikna fjarvídd eða einhverjar uppstillingar,“ segir Sigríður og<br />

hlær. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvað ég gæti látið þau gera<br />

sem þau sæju tilgang í.“<br />

Hugmynd sem kviknaði í sumarfríinu<br />

Sigríður fékk þá hugmynd eitt sumarið að hafa samband við<br />

Góða hirðinn, nytjamarkað Sorpu, og falast þar eftir gömlum og<br />

löskuðum húsgögnum sem ekki höfðu selst, sem hún gæti svo<br />

látið nemendur sína gera upp, fegra eða breyta<br />

til að beisla sköpunargáfu og ímyndunarafl<br />

þeirra.<br />

Til að gera langa sögu stutta gekk hugmynd<br />

Sigríðar eftir, og undanfarna þrjá vetur hefur<br />

verið blásið til húsgagnamarkaðar í lok hverrar<br />

annar í anddyri Tækniskólans þar sem verk<br />

nemendanna í áfanganum hafa verið boðin upp. „Gulrótin er<br />

náttúrulega að þau fá að lokum pening fyrir það sem þau eru að<br />

gera,“ segir Sigríður og brosir. „Þannig verður til metnaður hjá<br />

þeim að vanda til verka svo að húsgögnin seljist.“ Þau húsgögn<br />

sem ekki seljast eru send aftur til Góða hirðisins.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!