03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„Með þessum nýju<br />

miðlum þurfum við<br />

nýja hæfni.“<br />

Anna María reifaði því næst tilurð þess að Kennarasambandið<br />

setti sér siðareglur en þær voru samþykktar á þingi<br />

KÍ árið 2002. Siðaráð var síðan stofnað árið 2008. „Eftir að<br />

hafa skoðað þessar reglur þá er það mitt álit að ástæða sé fyrir<br />

kennara að setja sér samskiptareglur um notkun samfélagsmiðla.<br />

Í slíku regluverki ætti að hnykkja á hlutverki kennara sem<br />

sérfræðinga og setja fram leiðbeiningar um hvernig efla mætti<br />

umræðu um heppilega notkun á netinu. Margir skólar hafa<br />

þegar sett sér slíkar reglur og mér finnst að við kennarar eigum<br />

að vera þar í fararbroddi,“ sagði Anna María.<br />

Hún sagði íslenskt samfélag mjög smátt og því sé rík ástæða<br />

fyrir kennara og skólafólk að vanda sig, enda felist mikil ábyrgð<br />

í að leiðbeina ungu fólki. „Kennarar verða að<br />

koma fram af sömu virðingu á samfélagsmiðlum<br />

og þeir gera í annan tíma, til dæmis á fundum.<br />

Kennarar þurfa að gæta að mörkum einkalífs<br />

og vinnu þegar þeir nota samfélagsmiðla og<br />

að samskipti þar séu eðlileg og fagleg.“<br />

Þá sagði Anna María mikilvægt að<br />

kennarar gættu trúnaðar við nemendur á<br />

samfélagsmiðlum; til dæmis hvað varðar félagslegar og efnahagslegar<br />

aðstæður, kynþátt, skoðanir, trúarbrögð, kynhneigð,<br />

heilsufar og sakaskrá.<br />

Kennarar þurfa að mati Önnu Maríu að tjá sig af sanngirni<br />

um vinnu sína á samfélagsmiðlum og ekki vera með upphrópanir<br />

á sameiginlegum síðum. „Hin hliðin á peningnum er nefnilega<br />

sú hversu auðvelt er að ná til fólks og sverta mannorð þess á<br />

samfélagsmiðlunum,“ sagði Anna og tók dæmi af því hvernig<br />

fjallað er um kennara á samfélagsmiðlum, en finna má síður á<br />

Instagram sem bera yfirskrift á borð við #sveittir kennarar og<br />

#ljótir kennarar. „Til þess að vinna gegn þessu þarf í fyrsta lagi<br />

fræðslu og ef hún dugar ekki til þá þurfum við að vita hvernig<br />

við ætlum að bregðast við. Í öðru lagi er hægt að setja reglur<br />

fyrir stjórnendur, kennara, nemendur og forráðamenn. Reglurnar<br />

þurfa að vera skýrar og augljóst hvernig á að fylgja þeim.<br />

Svava Jakobsdóttir, dósent á<br />

Menntavísindasviði HÍ.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!