03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

„Ef þú ert að gera<br />

verkefni fyrir allan<br />

heiminn þá þarf það<br />

að vera gott en þú<br />

ætlar að gera það<br />

fyrir kennarann þá<br />

þarf það bara að<br />

vera nógu gott.“<br />

Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari<br />

og ráðgjafi í upplýsingatækni.<br />

Ingvi hóf mál sitt á að segja frá því að símar íslenskra skólabarna<br />

séu mun öflugri tæki en tölvurnar sem notaðar voru hjá<br />

NASA þegar fyrstu menn stigu á tunglið árið 1969.<br />

Þá sagði hann það staðreynd að börn lesi nú og skrifi meira<br />

en nokkur önnur kynslóð í sögunni. Þau skrifi vissulega öðruvísi<br />

en áður var gert og sýnt hafi verið fram á það í Bandaríkjunum<br />

að þau skrifi mest utan skólastofunnar, eða um 60 prósent af því<br />

sem þau láta frá þér. „Í sömu rannsókn kemur fram að krakkar<br />

eru í miklum samskiptum við aðra, þau eru næm fyrir góðum<br />

skrifum og eru betri í að skrifa en forverar<br />

þeirra. Þau eru alltaf að skrifa fyrir lesendur,<br />

fyrir einhverja aðra, og það er stór breyting,“<br />

sagði Ingvi Hrannar.<br />

Ingvi Hrannar sagði mikilvægt að huga að<br />

fyrstu skrefum barna inn í heim samfélagsmiðlanna.<br />

Af sömu ástæðu og við setjum kúta<br />

á ósynd börn þá þurfum við að kenna börnunum<br />

á umhverfi netsins og setja reglur. „Það er<br />

mikilvægt að kenna hægt og rólega á miðlana,“<br />

sagði Ingvi Hrannar. Til dæmis væri hægt að<br />

stofna lokaðan Instagram-reikning og prófa sig<br />

smám saman áfram. Þá sagði hann nauðsynlegt<br />

að taka umræðuna um að það sem sagt er á<br />

netinu verði ekki aftur tekið. „Að segja eitthvað<br />

á netinu er mjög auðvelt, þú sérð ekki viðbrögðin og oft koma<br />

engin viðbrögð. Við þurfum að kenna börnum að setja sig í spor<br />

annarra, að finna til með öðrum. Þetta þurfum við að kynna fyrir<br />

börnunum áður en við treystum þeim til að fara á netið. Þetta<br />

eru hlutir sem gilda alltaf.“<br />

Skólar geta notað samfélagsmiðlana með margvíslegum<br />

hætti. Ingi Hrannar segir að þótt heimasíður skóla kunni að vera<br />

ágætar og þar megi finna fréttir af skólastarfi þá séu fáir sem lesi<br />

þessar síður. „Þess vegna þurfa skólar að nota Twitter og Facebook<br />

til að deila fréttum.“<br />

Þegar kemur að kennslunni eru möguleikarnir óþrjótandi

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!