Skólavarðan

1WwJ52v 1WwJ52v

kennarasamband
from kennarasamband More from this publisher
03.11.2015 Views

Anna María Gunnarsdóttir (lengst til vinstri) brýndi fyrir fundarmönnum að ganga um samfélagsmiðlana af sömu virðingu og fólk hegðaði sér annars staðar, svo sem á fundum. Við hlið Önnu Maríu sitja Anna Mínerva Kristinsdóttir, fulltrúi nemenda, Þröstur Jónasson, fulltrúi foreldra, Ingvi Hrannar Ómarsson og Sólveig Jakobsdóttir en þau tóku öll þátt í pallborðsumræðum að loknum framsögum. jöfnuður, kærleikur og umburðarlyndi. Við erum ekki lengur borgarar í einu landi – við erum heimsborgarar.“ Sólveig fjallaði einnig um hugmyndafræði og kennsluaðferðir. „Við erum að hugsa um aukið lýðræði og aukna þátttöku nemenda – að rödd nemenda sé virkari og með hinni nýju tækni megi víkka sjóndeildarhringinn, auka samkennd, nýta leitaraðferðir, sækja upplýsingar og efna til umræðu og samræðu. Þá sagði Sólveig eTwinning-verkefnið hafa gengið afar vel en yfir 300 skólar, og meira en 900 kennarar, hafa unnið og vinna að verkefnum með samherjum á erlendri grundu. Þar komi samfélagsmiðlarnir nú sterkir inn í stað tölvupóstsins sem var mest notaður í fyrstu. Hún sagðist þekkja til margvíslegra kennsluverkefna þar sem samfélagsmiðlarnir væru notaðir; svo sem Lífshlaupið þar sem allir vinna að sama markmiði og eru í keppni við sjálfa sig og fólkið sitt. Menntamiðja og Samspil 2015 eru að sögn Sólveigar spennandi upplýsingatorg þar sem margt áhugavert er að finna. Krakkar lesa og skrifa meira en áður Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni, hefur getið sér gott orð á Twitter þar sem hann heldur meðal annars úti menntaspjalli (#menntaspjall) en þar er fjallað um menntun frá ótal sjónarhornum.

„Ef þú ert að gera verkefni fyrir allan heiminn þá þarf það að vera gott en þú ætlar að gera það fyrir kennarann þá þarf það bara að vera nógu gott.“ Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni. Ingvi hóf mál sitt á að segja frá því að símar íslenskra skólabarna séu mun öflugri tæki en tölvurnar sem notaðar voru hjá NASA þegar fyrstu menn stigu á tunglið árið 1969. Þá sagði hann það staðreynd að börn lesi nú og skrifi meira en nokkur önnur kynslóð í sögunni. Þau skrifi vissulega öðruvísi en áður var gert og sýnt hafi verið fram á það í Bandaríkjunum að þau skrifi mest utan skólastofunnar, eða um 60 prósent af því sem þau láta frá þér. „Í sömu rannsókn kemur fram að krakkar eru í miklum samskiptum við aðra, þau eru næm fyrir góðum skrifum og eru betri í að skrifa en forverar þeirra. Þau eru alltaf að skrifa fyrir lesendur, fyrir einhverja aðra, og það er stór breyting,“ sagði Ingvi Hrannar. Ingvi Hrannar sagði mikilvægt að huga að fyrstu skrefum barna inn í heim samfélagsmiðlanna. Af sömu ástæðu og við setjum kúta á ósynd börn þá þurfum við að kenna börnunum á umhverfi netsins og setja reglur. „Það er mikilvægt að kenna hægt og rólega á miðlana,“ sagði Ingvi Hrannar. Til dæmis væri hægt að stofna lokaðan Instagram-reikning og prófa sig smám saman áfram. Þá sagði hann nauðsynlegt að taka umræðuna um að það sem sagt er á netinu verði ekki aftur tekið. „Að segja eitthvað á netinu er mjög auðvelt, þú sérð ekki viðbrögðin og oft koma engin viðbrögð. Við þurfum að kenna börnum að setja sig í spor annarra, að finna til með öðrum. Þetta þurfum við að kynna fyrir börnunum áður en við treystum þeim til að fara á netið. Þetta eru hlutir sem gilda alltaf.“ Skólar geta notað samfélagsmiðlana með margvíslegum hætti. Ingi Hrannar segir að þótt heimasíður skóla kunni að vera ágætar og þar megi finna fréttir af skólastarfi þá séu fáir sem lesi þessar síður. „Þess vegna þurfa skólar að nota Twitter og Facebook til að deila fréttum.“ Þegar kemur að kennslunni eru möguleikarnir óþrjótandi

Anna María Gunnarsdóttir (lengst til vinstri) brýndi fyrir fundarmönnum að ganga um samfélagsmiðlana af<br />

sömu virðingu og fólk hegðaði sér annars staðar, svo sem á fundum. Við hlið Önnu Maríu sitja Anna Mínerva<br />

Kristinsdóttir, fulltrúi nemenda, Þröstur Jónasson, fulltrúi foreldra, Ingvi Hrannar Ómarsson og Sólveig Jakobsdóttir<br />

en þau tóku öll þátt í pallborðsumræðum að loknum framsögum.<br />

jöfnuður, kærleikur og umburðarlyndi. Við erum ekki lengur<br />

borgarar í einu landi – við erum heimsborgarar.“<br />

Sólveig fjallaði einnig um hugmyndafræði og kennsluaðferðir.<br />

„Við erum að hugsa um aukið lýðræði og aukna þátttöku<br />

nemenda – að rödd nemenda sé virkari og með hinni nýju tækni<br />

megi víkka sjóndeildarhringinn, auka samkennd, nýta leitaraðferðir,<br />

sækja upplýsingar og efna til umræðu og samræðu.<br />

Þá sagði Sólveig eTwinning-verkefnið hafa gengið afar vel<br />

en yfir 300 skólar, og meira en 900 kennarar, hafa unnið og<br />

vinna að verkefnum með samherjum á erlendri grundu. Þar<br />

komi samfélagsmiðlarnir nú sterkir inn í stað tölvupóstsins sem<br />

var mest notaður í fyrstu. Hún sagðist þekkja til margvíslegra<br />

kennsluverkefna þar sem samfélagsmiðlarnir væru notaðir; svo<br />

sem Lífshlaupið þar sem allir vinna að sama markmiði og eru í<br />

keppni við sjálfa sig og fólkið sitt. Menntamiðja og Samspil 2015<br />

eru að sögn Sólveigar spennandi upplýsingatorg þar sem margt<br />

áhugavert er að finna.<br />

Krakkar lesa og skrifa meira en áður<br />

Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og ráðgjafi í<br />

upplýsingatækni, hefur getið sér gott orð á Twitter þar sem hann<br />

heldur meðal annars úti menntaspjalli (#menntaspjall) en þar<br />

er fjallað um menntun frá ótal sjónarhornum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!