03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fjölmargir kennarar og skólafólk sóttu málþing<br />

Kennarasambandsins og Heimilis og skóla sem haldið<br />

var á alþjóðadegi kennara, 5. október síðastliðinn. Yfirskrift<br />

málþingsins var „Samfélagsmiðlar og kennsla“<br />

og voru frummælendur þau Sólveig Jakobsdóttir, dósent<br />

á Menntavísindasviði HÍ, Ingvi Hrannar Ómarsson,<br />

grunnskólakennari og ráðgjafi í upplýsingatækni, og Anna<br />

María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður<br />

skólamálanefndar FF.<br />

Sólveig var fyrst frummælenda og hóf ræðu sína á að rifja<br />

upp hvernig við blasti gerbreytt landslag þegar hún sneri heim<br />

árið 1996 eftir áratugalanga námsdvöl vestanhafs. „Þetta var<br />

bylting og einangrun landsins var rofin með netinu,“ sagði<br />

Sólveig og bætti við að margir í menntakerfinu hafi verið áhugasamir<br />

um að nýta tæknina strax frá fyrstu dögum. „Við unnum<br />

fyrstu samstarfsverkefnin með tölvupósti en það kviknaði strax<br />

mikill áhugi á að byggja upp samstarf á vettvangi internetsins.“<br />

Sólveig sagði netið hafa verið frumstætt til að byrja með en<br />

áhrif þess á þekkingarsköpun,<br />

„Mikilvægt er að við skólafólkið<br />

tökum að okkur að vera<br />

góðar fyrirmyndir. Eflum umræðuna<br />

um hvað sé við hæfi<br />

og hvað ekki.“<br />

Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður<br />

skólamálanefndar FF.<br />

nám og menntun hafi verið<br />

gríðarmikil; svo sem á opinn<br />

hugbúnað, opið menntaefni,<br />

netnámskeið, aðgengi<br />

að rannsóknum og fræðimennsku.<br />

„Með þessum nýju miðlum<br />

þurfum við nýja hæfni,“<br />

sagði Sólveig og bætti við að<br />

velta þyrfti vöngum yfir hvað<br />

hinir nýju miðlar hefðu í för með sér og hvernig best væri að<br />

nýta þá í hefðbundnu landslagi skólanna. Þá sé mikilvægt að<br />

skoða hugtakið borgaravitund, hvað það merki að vera samfélagsþegn<br />

með þeim réttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir<br />

og endurspeglast í daglegu lífi með virkri þátttöku í samfélaginu.<br />

„Undirliggjandi gildi eru réttlæti og ábyrgð, mannréttindi og

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!