03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Leiðari Nóvember 2015<br />

Ágæti félagsmaður<br />

Þórður Á.<br />

Hjaltested<br />

formaður<br />

Kennarasambands<br />

Íslands<br />

Nú er liðið á haustið og skólastarf komið vel í gang,<br />

haustönnin hálfnuð og vetrarfrí búin hjá þeim sem það<br />

taka. Kennarasambandið stóð fyrir fræðslufundum<br />

undir forystu fræðslunefndar KÍ í október. Fræðslan<br />

var þríþætt, fræðsla fyrir nýja trúnaðarmenn, fræðsla<br />

til forystufólks í röðum KÍ og að síðustu fræðsla um<br />

lífeyrismál þar sem markhópurinn er félagsmenn sem<br />

eiga stutt eftir fram að töku lífeyris. Fræðslan gekk vel<br />

og var góð þátttaka. Fundirnir voru teknir upp og hægt<br />

er að skoða myndböndin á heimasíðu KÍ. Ég vil þakka<br />

fræðslunefndinni góð störf.<br />

Kjaramálin hafa einnig verið í brennidepli. Þrjú<br />

aðildarfélög KÍ, þ.e. Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag<br />

Íslands og Félag stjórnenda leikskóla, hafa verið með<br />

lausa samninga um alllangt skeið og hefur lítið miðað í kjarasamningagerð.<br />

Kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda<br />

í tónlistarskólum losnar nú um mánaðamótin og bætist félagið<br />

þá í hóp þeirra sem bíða.<br />

Ástæða þessar biðstöðu er að atvinnurekendur og viðsemjendur<br />

okkar, ríki og sveitarfélög, urðu fyrir því sem þau<br />

meta sem „áfall“ við úrskurð kjaradóms í kjaradeilu BHM<br />

og FÍH (hjúkrunarfræðinga). Ramminn sem kjaradómur<br />

úrskurðaði varð mun stærri en þau höfðu gert ráð fyrir og því<br />

fór allt í lás. Það er meðal annars ástæða þess að hinn svokallaði<br />

SALEK hópur var kallaður saman til að fara yfir stöðuna, en að<br />

hópnum standa allir stærstu aðilar vinnumarkaðarins, þar á<br />

meðal KÍ.<br />

Fyrir hópinn var lagt nýtt verkefni af hálfu ríkissáttasemjara<br />

sem fólst í því að leysa „bráðavandann“ og tengja við langtímaverkefnið<br />

um að skapa nýtt íslenskt kjarasamningsumhverfi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!