03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kennarar eru í sviðsljósinu um heim allan 5.<br />

október ár hvert enda dagurinn ætlaður til að vekja<br />

athygli á mikilvægi menntunar og kennarastarfsins.<br />

Því miður hefur ekki skapast sterk hefð fyrir þessum<br />

degi hérlendis en því vill Kennarasambandið breyta og af<br />

því tilefni var efnt til ýmissa viðburða á Alþjóðadeginum í<br />

liðnum mánuði.<br />

Þórður Hjaltested, formaður KÍ, sagði í ávarpi, sem<br />

birtist í Skólavörðunni á Alþjóðadeginum, að það<br />

væri von sín að á næstu árum myndu fleiri skólar<br />

taka þátt í að fagna þessum degi; með því að vekja<br />

athygli á störfum kennara og efna til viðburða<br />

sem gera kennara sýnilegri og opna skólana.<br />

Kennarasambandið skipaði starfshóp undir<br />

stjórn Aðalheiðar Steingrímsdóttur til að skipuleggja viðburði<br />

dagsins.<br />

Blásið var í fyrsta skipti til smásagnasamkeppni meðal nemenda<br />

í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, þar sem<br />

þemað var „kennarinn“. Smásagnakeppin var samstarfsverkefni<br />

KÍ og Heimilis og skóla.<br />

Viðtökurnar voru framar vonum, en 140 sögur bárust í<br />

keppnina. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og voru verðlaunahafarnir<br />

þessir: Kjartan Kurt Gunnarsson leikskólabarn,<br />

Ásdís Einarsdóttir í flokki yngri grunnskólanema, Marta Ellertsdóttir<br />

í flokki eldri grunnskólanema, og Dagný Gréta Hermannsdóttir<br />

framhaldsskólanemi. Dómnefnd var skipuð Brynhildi<br />

Þórarinsdóttur, dósent við HA, Kristjáni Jóhanni Jónssyni,<br />

dósent við Menntavísindasvið HÍ, og Margréti Sigurðardóttur,<br />

formanni Heimilis og skóla.<br />

Ráðgert er að smásagnasamkeppnin verði árlegur viðburður<br />

í tengslum við Alþjóðadag kennara. Verðlaunasögurnar verða<br />

birtar í næstu Skólavörðu þannig að allir fái notið.<br />

Áhrifamáttur kennara<br />

Kennarasambandið lét einnig gera skemmtilegt myndband þar<br />

sem sex manneskjur á öllum aldri voru spurðar hver væri uppá-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!