03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„Aðeins um eitt prósent leikskólakennara eru karlar.<br />

Það er staðreynd sem við getum ekki litið framhjá,“<br />

sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ávarpi á<br />

málþinginu „Karlar í yngri barna kennslu“ föstudaginn<br />

9. október síðastliðinn. Þar var þessi staða<br />

einmitt til umræðu, og hvað hægt væri að gera til að<br />

breyta ástandinu. Dagur byrjaði á að ræða hvernig<br />

það var að ganga í leikskóla í Osló, þar sem allt<br />

önnur mynd blasti við. „Þar var helmingur<br />

kennaranna karlar og stundum vel það, þeir<br />

voru gjarnan síðhærðir með skegg enda var<br />

þetta á hippaárunum. Uppáhalds leikskólakennarinn<br />

minn hét Gisle, hann var maður<br />

mikill vexti með gríðarlegt yfirvaraskegg og<br />

fór stundum í sendiferðir og þá fékk maður jafnvel að hanga<br />

með honum, jafnvel í búðir þar sem var mikil reykelsislykt. En<br />

hann var gríðarlega hlýr og góður náungi eins og reyndar allir<br />

leikskólakennararnir þarna, í minningunni allavega. Hann var<br />

ekki menntaður leikskólakennari frekar en kannski margir<br />

sem þarna unnu. Ég komst að því seinna að hátt hlutfall karla<br />

á leikskólum í Noregi var vegna þess að þeir þurftu að afplána<br />

samfélagsskyldu ef þeir neituðu að fara í herinn... Þannig að<br />

þetta voru mjúku mennirnir, friðelskandi hipparnir og það voru<br />

auðvitað alger forréttindi að alast upp í kringum þessa stráka,<br />

því þó manni hafi fundist þetta karlar þá voru þeir líklega bara<br />

um tvítugt.“<br />

Engin kvenna- eða karlastörf<br />

Þrátt fyrir að borgarstjóri, sem og fleiri frummælendur á<br />

ráðstefnunni, hafi slegið á létta strengi í ávörpum sínum var<br />

öllum ljóst að um er að ræða mikið alvörumál. Það kom bersýnilega<br />

fram í orðum Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra<br />

sem gerði launamun kynjanna að umræðuefni. Hún<br />

benti á að þrátt fyrir að áratugir séu síðan sett voru lög til að<br />

útrýma kynbundnum launamun sé hann ennþá staðreynd<br />

hér á landi. Það rakti hún meðal annars til kynjaskiptingar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!