03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

„Með litlar bjargir<br />

og endalausar/<br />

óraunhæfar kröfur<br />

er eðlilegt<br />

að menn brenni<br />

upp“<br />

þarf að fara vegna vinnumats leggst á skólastjórnendur. Álag á<br />

þá hefur því aukist á síðustu mánuðum án þess að launin hafi<br />

fylgt í kjölfarið. Þetta vilja skólastjórnendur eðlilega að verði<br />

leiðrétt.<br />

Aftur í kennslu til að bæta kjörin<br />

Í áðurnefndum samningi SÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga,<br />

sem skrifað var undir í júní í fyrra, er að finna sérstaka<br />

bókun um hvernig viðræðum framundan skuli háttað. Þar segir<br />

meðal annars að samninginn skuli endurnýja eigi síðar en 31.<br />

maí 2015. Þrátt fyrir að samninganefnd Sambands sveitarfélaga<br />

hafi skrifað undir þá bókun eru félagsmenn Skólastjórafélagsins<br />

engu að síður enn án samnings. Það<br />

má, samkvæmt heimildum Skólavörðunnar, að<br />

stórum hluta rekja til þess að sama samninganefnd<br />

hefur dregið lappirnar í samningaferlinu. Þessi<br />

grafalvarlega staða var rædd á ársfundi Skólastjórafélagsins<br />

sem haldinn var í Reykjanesbæ 10.<br />

október síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt<br />

harðorð ályktun þar sem meðal annars segir: „Nú<br />

virðist helsta leið skólastjórnenda til að bæta kjör<br />

sín vera að segja upp stöðu sinni og snúa aftur í kennslu. Við<br />

þetta tapast óhjákvæmilega mikilvæg reynsla sem erfitt verður<br />

að bæta. Fundurinn krefst þess að Samband íslenskra sveitarfélaga<br />

ljúki nú þegar kjarasamningi við Skólastjórafélag Íslands<br />

svo komið verði í veg fyrir fjöldaflótta úr stéttinni.“<br />

Grafalvarleg staða<br />

Ástæðan fyrir því að svo er tekið til orða má rekja til umræðu<br />

á fundindum. Þar stóð til að mynda einn félagsmaður upp og<br />

lýsti því yfir að hann hefði þegar sagt upp störfum út af lélegum<br />

kjörum og miklu álagi. Fleiri félagsmenn lýstu því yfir á fundinum<br />

að þeir hefðu íhugað slíkt. Í kjölfarið tók einn félagsmaður<br />

Skólastjórafélagsins, Jón Baldvin Hannesson, sig til og gerði<br />

könnun á hversu útbreidd þessi skoðun væri. Niðurstaðan er<br />

eins og þegar hefur komið fram sláandi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!