Skólavarðan

1WwJ52v 1WwJ52v

kennarasamband
from kennarasamband More from this publisher
03.11.2015 Views

„Við vildum opna umræðuna um að það er engin skömm að glíma við kvíða, meðvirkni eða aðra kvilla. Okkur langaði að sýna ungu fólki með einlægum og skemmtilegum hætti að þótt fólk nái góðum árangri í lífinu og allt líti vel út á yfirborðinu, þá þýðir það ekki endilega að allir hafi náð settu marki eins og ekkert sé,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir sem ásamt Sigurbjörgu Bergsdóttur hefur unnið að myndinni í hartnær tvö ár. Jóhanna segir að upphaflega hafi hugmyndin orðið til vegna þess að Sigurbjörg þekkti til unglings sem glímdi við kvíða í barnæsku. „Við ákváðum að það þyrfti að gera eitthvað í þessu því það eru svo margir sem glíma við vanda án þess að þora að tjá sig – halda að þeir séu einir í heiminum. Þetta á ekki síst við um börn og unglinga,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Sigurbjörg fóru á stúfana og leituðu til þjóðþekktra einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínum sviðum. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Páll Óskar, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórunn Antonía, Gunnar Nelson, Ari Eldjárn, Ólafur Stefánsson og Steindi jr. Jóhanna segir að það hafi verið ótrúlega auðvelt að fá fólk til að taka þátt og allir eigi sína sögu um vanda sem þeir hafi þurft að takast á við; svo sem kvíða, fullkomnunaráráttu, þráhyggjuröskun og svo mætti áfram telja. „Viðmælendurnir eru allir nafntogaðir en við vildum sýna fólk sem unga fólkið lítur upp til. Svo höfum við reyndar séð að það skiptir ekki öllu hvort áhorfandinn þekkir til þeirra sem tala í myndinni. Ég sá ungan

dreng fylgjast með Önnu Svövu Knútsdóttur segja frá kvíðanum sem hún þjáist af áður en hún kemur fram. Hann þekkti ekki Önnu Svövu en sagði við mig með tárin í augunum; „svona líður mér oft“. Þótt myndinni sé beint að ungu fólki þá teljum við að hún henti öllum aldurshópum,“ segir Jóhanna. Þær stöllur fengu reynsluboltann Baldvin Z til að leikstýra myndinni, en hann á að baki bíómyndirnar Vonarstræti og Óróa auk þess sem hann gerði myndina Fáðu já sem sýnd var fyrir fáeinum misserum. Jóhanna og Sigurbjörg eru að vonum ánægðar með að myndin sé tilbúin til sýningar. Þær hyggja á frekara samstarf og í bígerð er ritun bókar þar sem tekið er á kvíðavandamálum með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. „Ef vel gengur sjáum við fyrir okkur að gera sviðsverk í framhaldinu,“ segir Jóhanna. Fellum grímuna verður frumsýnd í Bíó Paradís 11. nóvember næstkomandi en fyrirhugað er að sýna hana í sem flestum grunnskólum og framhaldsskólum síðar í mánuðinum. Stiklur úr myndinni hafa verið settar á vefinn og hægt er að fylgjast með Ekta Ísland á Facebook. skólavarðan nóvember 2015

dreng fylgjast með Önnu Svövu Knútsdóttur segja frá kvíðanum<br />

sem hún þjáist af áður en hún kemur fram. Hann þekkti ekki<br />

Önnu Svövu en sagði við mig með tárin í augunum; „svona líður<br />

mér oft“. Þótt myndinni sé beint að ungu fólki þá teljum við að<br />

hún henti öllum aldurshópum,“ segir Jóhanna.<br />

Þær stöllur fengu reynsluboltann Baldvin Z til að leikstýra<br />

myndinni, en hann á að baki bíómyndirnar Vonarstræti og Óróa<br />

auk þess sem hann gerði myndina Fáðu já sem sýnd var fyrir<br />

fáeinum misserum.<br />

Jóhanna og Sigurbjörg eru að vonum ánægðar með að<br />

myndin sé tilbúin til sýningar. Þær hyggja á frekara samstarf og<br />

í bígerð er ritun bókar þar sem tekið er á kvíðavandamálum með<br />

skemmtilegum og áhugaverðum hætti. „Ef vel gengur sjáum við<br />

fyrir okkur að gera sviðsverk í framhaldinu,“ segir Jóhanna.<br />

Fellum grímuna verður frumsýnd í Bíó Paradís 11. nóvember<br />

næstkomandi en fyrirhugað er að sýna hana í sem flestum<br />

grunnskólum og framhaldsskólum síðar í mánuðinum. Stiklur<br />

úr myndinni hafa verið settar á vefinn og hægt er að fylgjast með<br />

Ekta Ísland á Facebook.<br />

skólavarðan nóvember 2015

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!