03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

„Við vildum opna umræðuna um að það er<br />

engin skömm að glíma við kvíða, meðvirkni eða<br />

aðra kvilla. Okkur langaði að sýna ungu fólki með<br />

einlægum og skemmtilegum hætti að þótt fólk<br />

nái góðum árangri í lífinu og allt líti vel út á yfirborðinu,<br />

þá þýðir það ekki endilega að allir hafi náð<br />

settu marki eins og ekkert sé,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir<br />

sem ásamt Sigurbjörgu Bergsdóttur hefur unnið<br />

að myndinni í hartnær tvö ár.<br />

Jóhanna segir að upphaflega hafi hugmyndin orðið<br />

til vegna þess að Sigurbjörg þekkti til unglings sem glímdi<br />

við kvíða í barnæsku. „Við ákváðum að það þyrfti að gera<br />

eitthvað í þessu því það eru svo margir sem glíma við vanda<br />

án þess að þora að tjá sig – halda að þeir séu einir í heiminum.<br />

Þetta á ekki síst við um börn og unglinga,“ segir Jóhanna.<br />

Jóhanna og Sigurbjörg<br />

fóru á stúfana og<br />

leituðu til þjóðþekktra<br />

einstaklinga sem<br />

hafa skarað fram úr á<br />

sínum sviðum. Meðal<br />

þeirra sem koma fram<br />

í myndinni eru Páll<br />

Óskar, Anna Svava<br />

Knútsdóttir, Katla<br />

Margrét Þorgeirsdóttir,<br />

Þórunn Antonía,<br />

Gunnar Nelson, Ari Eldjárn, Ólafur Stefánsson og Steindi jr.<br />

Jóhanna segir að það hafi verið ótrúlega auðvelt að fá fólk<br />

til að taka þátt og allir eigi sína sögu um vanda sem þeir hafi<br />

þurft að takast á við; svo sem kvíða, fullkomnunaráráttu, þráhyggjuröskun<br />

og svo mætti áfram telja. „Viðmælendurnir eru<br />

allir nafntogaðir en við vildum sýna fólk sem unga fólkið lítur<br />

upp til. Svo höfum við reyndar séð að það skiptir ekki öllu hvort<br />

áhorfandinn þekkir til þeirra sem tala í myndinni. Ég sá ungan

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!