26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

1 INNGANGUR<br />

Náttúruverndaráætlun er unnin samkvæmt 65. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd, en þar<br />

er kveðið á um að umhverfisráðherra skuli eigi sjaldnar en á fimm ára fresti láta vinna<br />

náttúruverndaráætlun sem fjallar um náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa.<br />

Umhverfisstofnun skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands, náttúrustofur og<br />

hlutaðeigandi náttúruverndarnefndir sjá um undirbúning og öflun gagna vegna áætlunarinnar.<br />

Markmið náttúruverndaráætlunar er að móta stefnu í náttúruvernd til fimm ára í senn og<br />

vernda náttúru Íslands með markvissum hætti. Mikilvægur þáttur við gerð hverrar<br />

náttúruverndaráætlunar er sú kynning og umfjöllun sem hún fær á Alþingi. Við undirbúning<br />

áætlunarinnar er tekið mið af íslenskri löggjöf og alþjóðlegum skyldum Íslands á sviði<br />

náttúruverndar, meðal annars skyldunni að koma á fót skipulegu neti verndarsvæða sem<br />

tryggi verndun líffræðilegrar fjölbreytni.<br />

Samkvæmt 66. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd skal áætlunin m.a. taka til helstu<br />

tegunda vistgerða og vistkerfa hér á landi, svo og jarðmyndana. Við gerð hennar skal m.a.<br />

taka tillit til menningarlegrar og sögulegrar arfleifðar, nauðsynjar á endurheimt vistgerða,<br />

nýtingar mannsins á náttúrunni og ósnortinna víðerna.<br />

Þá skal m.a. miða við að svæðin:<br />

• hýsi sjaldgæfar tegundir eða tegundir í útrýmingarhættu<br />

• séu óvenju tegundarík eða viðkvæm fyrir röskun<br />

• séu nauðsynleg til viðhalds sterkra stofna mikilvægra tegunda<br />

• hafi verulegt vísinda-, félags-, efnahags- eða menningarlegt gildi<br />

• séu mikilvæg fyrir viðhald náttúrulegra þróunarferla<br />

• hafi alþjóðlegt náttúruverndargildi<br />

• séu einkennandi fyrir náttúrufar viðkomandi landshluta<br />

Náttúruverndaráætlun fyrir landið allt var í fyrsta sinn lögð fyrir og samþykkt á Alþingi á<br />

130. löggjafarþingi 2003–2004 (þingskjal 716, 477. mál). Með áætluninni var stigið fyrsta<br />

skipulega skrefið í þá átt að koma upp neti verndarsvæða hér á landi sem byggist annars<br />

vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru landsins og hins vegar á faglegu mati á<br />

verndargildi þeirra. Á gildistíma áætlunarinnar sem nær til áranna 2004–2008 er gert ráð<br />

fyrir að unnið verði að friðlýsingum 14 landsvæða (1. mynd), auk stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.<br />

Megináhersla er lögð á þrjú verkefni, þ.e. i) að koma upp fyrsta áfanga að<br />

heildstæðu neti friðaðra fuglasvæða sem hafa verndargildi á alþjóðavísu, ii) stækkun tveggja<br />

þjóðgarða og iii) stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og friðlýsing svæða sem munu tengjast<br />

honum. Að auki er lagt til að friðlýsa tvö svæði sem hafa mikið gildi fyrir verndun<br />

sjaldgæfra plöntutegunda, þá er gert ráð fyrir að friðlýsa lítt snortinn birkiskóg á Vesturlandi<br />

og að lokum eru tvö svæði tilnefnd fyrst og fremst vegna jarðfræðilegs verndargildis.<br />

Framkvæmd náttúruverndaráætlunar 2004–2008 hefur ekki gengið eftir eins og vonir stóðu<br />

til um en einungis er búið að friðlýsa eitt svæði.<br />

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!