26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

exannulata. Sjaldgæfar plöntutegundir á landsvísu eru mosinn heiðahnubbi, Didymodon<br />

asperifolius og fléttan Biatora helvola.<br />

Varp mófugla er mjög þétt (41,4 pör/km²) í rústamýravist en tegundir fremur fáar. Lóuþræll<br />

og heiðlóa eru einkennistegundir. Þúfutittlingur er einnig mjög áberandi og hvergi eins<br />

algengur á hálendinu (12,1 par/km²) og í rústamýravist. Andfuglar eru einnig áberandi,<br />

einkum heiðagæsir og eru rústamýrar landsins meðal mikilvægustu varpsvæða þessarar<br />

tegundar á landinu og þar með í heiminum. Álftir eru líka algengar, sem og hávella og kjói.<br />

Smádýralíf er lýsandi fyrir aðstæður í rústamýravist og einkennist af votlendistegundum þó<br />

tegundir sem lifa að öllu jöfnu í þurrara umhverfi og aðrar sem alast upp í tjörnum auki á<br />

fjölbreytileikann. Tvívængjan mókryppa, Megaselia sordida, er afgerandi algengust, einkum<br />

í virkum rústamýrum. Tvívængjan Themira dampfi sem elst m.a. upp í gæsaskít er<br />

sömuleiðis algeng. Aðeins ein bjöllutegund telst algeng, þ.e. mýruxi, Atheta graminicola.<br />

Hélukeppur, Otiorhynchus nodosus, lifir á þurrum og raklendum rústakollum og gullsmiður,<br />

Amara quenseli, þar sem rof er í kollana. Fjallaklukka, Colymbetes dolabratus, er í<br />

tjörnunum. Sníkjuvespur eru fágætar nema Aclastus gracilis sem verpir í eggjapoka<br />

köngulóa. Vorflugan tjarnahulstra, Limnephilus picturatus, elst upp í tjörnunum.<br />

Köngulóafána er fáskrúðug.<br />

Núverandi landnotkun: Beitilönd, orkuvinnslusvæði, útivist.<br />

Ógnir: Rústum fer fækkandi hér á landi, einkum vegna loftslagsbreytinga. Einnig eru<br />

hugmyndir um virkjanir sem ógnað geta tilvist sumra rústamýra landsins.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Framkvæmdir sem raskað geta rústamýrum eða ógnað tilvist<br />

þeirra, m.a. mannvirkjagerð og jarðrask, skulu ekki heimilar.<br />

Forsendur friðlýsingar: Útbreiðsla rústamýravistar takmarkast við loftslagsleg mörk hennar<br />

og geta litlar breytingar í umhverfi haft verulegar afleiðingar á tilvist hennar. Rústamýrum<br />

fer fækkandi hér á landi, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Í rústamýravist er<br />

fjölbreytileiki gróðursamfélaga og tegundafjölbreytni plantna óvenju mikil miðað við aðrar<br />

vistgerðir sem skoðaðar hafa verið á hálendinu. Þá er vistgerðin afar mikilvæg til viðhalds<br />

varpstofns heiðagæsar sem sækir í að verpa á svæðum þar sem rústamýrar eru.<br />

Rústamýravist hefur alþjóðlegt verndargildi og hún hefur einnig hátt vísinda- og fræðslugildi<br />

og þolir illa rask af ýmsu tagi.<br />

Friðun svæða: Lagt er til að tilgreind verði og vernduð lykilsvæði fyrir rústamýrarvist á<br />

hálendi Íslands. Þar yrðu allar framkvæmdir og athafnir sem leitt geta til röskunar á<br />

vistgerðinni fortakslaust bannaðar. Um er að ræða þrjú svæði, Þjórsárver, Guðlaugstungur og<br />

Orravatnsrústir en tvö fyrstnefndu eru þegar friðuð að hluta sem friðlönd. Til að ná<br />

tilætluðum markmiðum um verndun lykilsvæða þarf að styrkja friðlýsingarskilmála<br />

svæðanna og breyta mörkum þeirra.<br />

68

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!