NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

26.09.2015 Views

Egilsstaðaskógur, nærliggjandi skóglendi og Egilsstaðaklettar - Verndartillaga 52

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008 Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013 Austurskógar í Lóni Svæðið sem hér er lagt til að verði verndað er um 9 km² að stærð og er staðsett í sveitarfélaginu Hornafirði. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá. Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda mikilvægt búsvæði fyrir margar sjaldgæfar fléttutegundir með takmarkaða útbreiðslu. Um er að ræða náttúrulegan, gamlan og lítt snortinn birkiskóg sem hefur fengið að vaxa og dafna á eigin forsendum. Með vernd tegunda og búsvæða þeirra er stuðlað að því að tryggja viðhald líffræðilegrar fjölbreytni svæðanna, sbr. 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008–2014. Lagt er til að svæðið verði sameinað Vatnajökulsþjóðgarði. Mörk: Frá Jökulsá í Lóni upp með Hnappadalsá og inn með Hrútatóagili. Þaðan liggja mörkin í 600–700 m hæð suðaustur að Grenisgili, niður með gilinu að Skógarmannahólma og að lokum norðvestur með Jökulsá í Lóni. Svæðislýsing: Gamall og lítt snortinn birkiskógur í fjallshlíð ofan við Jökulsá í Lóni. Þó að trén séu ekki há eru bolir þeirra gildir og minnir skógurinn á frumskóg þar sem trén fá að falla og fúna í friði án þess að mannshöndin komi nærri. Á svæðinu eru afar fjölbreytilegar og litríkar jarðmyndanir, svo sem líparít, granófýr og basalt. Núverandi landnotkun: Beitiland. Ógnir: Engar alvarlegar. Nauðsynlegar aðgerðir: Skógurinn skal vaxa villtur og fá að þróast áfram eftir eigin lögmálum eins og verið hefur. Ekki skal hirða um hann eins og um nytjaskóg væri að ræða því dauðir trjádrumbar geta verið mikilvæg búsvæði fyrir ákveðnar lífverutegundir. Mikilvægt er að koma í veg fyrir innflutning framandi tegunda og að ekki verði sett á skipulag áætlanir um landnotkun sem hafa í för með sér stórfellt jarðrask eða mannvirkjagerð. Ekki er talið að stöðva þurfi hefðbundna beit búfénaðar eins og hún er nú. Forsendur fyrir friðlýsingu: Birkiskógur með fjölbreyttum ásætufléttum en á birkinu og fauskum þess má finna flestar sjaldgæfar ásætufléttur sem helst hafa útbreiðslusvæði sitt um austan- og suðaustanvert landið. Í skóginum hefur einnig fundist renglutungljurt, Botrychium simplex var. Tenebrosum. Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar Birkiskegg Bryoria fuscescens Flétta Einn af 12 fundarstöðum Flatþemba Hypogymnia physodes Flétta Einn af allmörgum fundarstöðum Pípuþemba Hypogymnia tubulosa Flétta Einn af allmörgum fundarstöðum Gulstika Parmeliopsis ambigua Flétta Einn af 10 fundarstöðum Næfurskóf Platismatia glauca Flétta Einn af 10 fundarstöðum Elgshyrna Pseudevernia furfuracea Flétta Einn af fjórum fundarstöðum Krypplugrös Tuckermannopsis chlorophylla Flétta Einn af allmörgum fundarstöðum Gullinvarp Vulpicida pinastri Flétta Einn af sjö fundarstöðum 53

Egilsstaðaskógur, nærliggjandi skóglendi og Egilsstaðaklettar - Verndartillaga<br />

52

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!