26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Egilsstaðaskógur, nærliggjandi skóglendi og Egilsstaðaklettar<br />

Svæðið sem lagt er til að verði friðlýst er um 25 km² að stærð og er staðsett í sveitarfélaginu<br />

Austur-Héraði. Um er að ræða birkiskóg sem er mikilvægt búsvæði margra sjaldgæfra<br />

fléttutegunda. Einnig nær tillagan til Egilsstaðakletta þar sem tegundafjölbreytni fléttna er<br />

óvenju mikil. Svæðið tilheyrir að hluta svæði nr. 611 á náttúruminjaskrá, þ.e. austanverðum<br />

Eyvindarárdal og Eyvindarárgili, sem er á skrá vegna fagurs gljúfurs, vatnsmikillar<br />

bergvatnsár, skóglendis og jökulgarða. Einnig sem útivistarsvæði í nágrenni Egilsstaða.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda afar mikilvægt búsvæði fyrir margar sjaldgæfar<br />

fléttutegundir og nokkrar tegundir háplantna. Um er að ræða náttúrulegan, lítt snortinn og<br />

hávaxinn birkiskóg þar sem gróðurfar er mjög fjölbreytt og einnig kletta við Lagarfljót þar<br />

sem óvenju margar fléttutegundir vaxa á litlu svæði. Með vernd tegunda og búsvæða þeirra<br />

er stuðlað að því að tryggja viðhald líffræðilegrar fjölbreytni svæðanna, sbr. 2010 markmið<br />

Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd<br />

2008–2014.<br />

Mörk: Miðhúsaskógur, Selskógur, Egilsstaðaskógur og Dalhúsaskógur. Að norðan eru mörk<br />

dregin austur með Miðhúsaá upp undir Brúnagil. Austurmörk miðast við 500 m hæðarlínu á<br />

Gagnheiði suður að Valagili. Niður með Valagilsá, yfir Eyvindará og upp með Köldukvísl<br />

upp í 300 m hæð. Að vestan fylgja mörkin útbreiðslumörkum birkisins, vestur fyrir Innri- og<br />

Ytri-Vatnshæðir, að Krossásum og í byrjunarpunkt. Við Egilsstaðakletta eru mörkin dregin<br />

utan um klettana.<br />

Svæðislýsing: Víðáttumikið og uppvaxandi birkiskóglendi austan Egilsstaða og inn með<br />

Eyvindarárdal. Skógurinn er að miklum hluta gamall og sjálfsáður og ná trén allt að 10 m<br />

hæð. Lítið hefur verið plantað af erlendum trjátegundum. Á láglendi er skógurinn<br />

ósamfelldur þar sem skóglausum mýrum hefur verið breytt með framræslu og túnrækt en<br />

þéttastur er hann á Egilsstaðahálsi. Í Egilsstaðaskógi er stærsta útbreiðslusvæði villtrar<br />

blæaspar á landinu og þar er hún einnig hæst eða um 8 m. Í skóginum vex einnig reyniviður<br />

og gulvíðir. Gróðurfar er sérstætt og þar vaxa sjaldgæfar plöntutegundir og einnig mikill<br />

fjöldi fléttutegunda. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði.<br />

Egilsstaðaklettar eru við Lagarfljót og á þeim vaxa óvenju margar fléttutegundir á litlu<br />

svæði.<br />

Núverandi landnotkun: Útivist og landbúnaður.<br />

Ógnir: Frístundabyggð og landbúnaður.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Skógurinn skal vaxa villtur og fá að þróast eftir eigin lögmálum.<br />

Ekki skal hirða um hann eins og um nytjaskóg væri að ræða því dauðir trjádrumbar geta<br />

verið mikilvæg búsvæði fyrir ákveðnar lífverutegundir. Óheimilt verði að flytja inn á svæðið<br />

framandi tegundir og beit bönnuð. Ekki verði sett á skipulag frekari fyrirætlanir en nú þegar<br />

eru um frístundabyggð eða aðra mannvirkjagerð á svæðinu.<br />

Forsendur friðlýsingar: Birkiskógur með fjölbreyttum ásætufléttum en einnig má finna<br />

nokkrar þyrpingar af villtri blæösp, Populus tremula, í skóginum. Í skóginum vaxa nokkrar<br />

sjaldgæfar háplöntutegundir s.s. ferlaufungur, Paris quadrifolia, sjöstjarna, Trientalis<br />

europaea og laugamaðra, Galium uliginosum. Á birkinu og fauskum þess má finna flestar<br />

sjaldgæfar ásætufléttur sem helst hafa útbreiðslusvæði sitt um austan- og suðaustanvert<br />

landið. Einnig nokkrar tegundir sem aðeins hafa fundist í skóginum, en eru lítt þekktar á<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!