26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Hlemmi 3 105 Reykjavík<br />

Sími 590 0500 Fax 590 0595<br />

http://www.ni.is ni@ni.is<br />

Borgum<br />

við Norðurslóð 602 Akureyri<br />

Sími 460 0500 Fax 460 0501<br />

http://www.ni.is nia@ni.is<br />

Skýrsla nr.<br />

<strong>08008</strong><br />

Dags, Mán, Ár<br />

Október 2008<br />

Heiti skýrslu / Aðal- og undirtitill<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda<br />

Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar<br />

2009–2013<br />

Höfundar<br />

María Harðardóttir, Erling Ólafsson, Starri Heiðmarsson, Kristinn<br />

Haukur Skarphéðinsson, Sigmundur Einarsson, Sigurður H.<br />

Magnússon og Jón Gunnar Ottósson<br />

Unnið fyrir<br />

Nefnd umhverfisráðuneytisins um náttúruverndaráætlun 2009–2013<br />

Samvinnuaðilar<br />

Dreifing<br />

X Opin<br />

Upplag<br />

30<br />

Fjöldi síðna<br />

85<br />

Verknúmer<br />

Málsnúmer<br />

Lokuð til<br />

Útdráttur<br />

Í júní 2007 skipaði umhverfisráðuneytið starfshóp til að vinna að undirbúningi náttúruverndaráætlunar<br />

2009–2013, skipaðan fulltrúum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þessi<br />

hópur hefur mótað áherslur áætlunarinnar í samráði við umhverfisráðherra. Í þetta skiptið er megináhersla<br />

lögð á sjaldgæfar plöntur og mikilvæg búsvæði þeirra, með það fyrir augum að tryggja vernd og vöktun<br />

þeirra plantna sem eru verndarþurfi með heildstæðu neti verndarsvæða og tegundafriðun. Þar að auki eru<br />

fyrstu skrefin stigin í friðun smádýra og búsvæða þeirra og í friðun vistgerða.<br />

Við undirbúning náttúruverndaráætlunar er miðað við að þær vistgerðir, jarðminjar eða lífverutegundir sem<br />

fjallað er um og ástæða þykir til að vernda séu sjaldgæfar eða á válista, ábyrgðartegundir, mikilvægar á<br />

landsvísu eða falli undir alþjóðlega samninga. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að allar<br />

háplöntutegundir á nýendurskoðuðum válista stofnunarinnar verði friðlýstar. Þær eru alls 49 en þar af eru<br />

25 tegundir nú þegar friðlýstar. Einnig leggur stofnunin til að 45 tegundir mosa og 90 tegundir fléttna og<br />

fléttuháðra sveppa verði friðlýstar, meirihlutinn á válista. Þá leggur stofnunin til að brotið verði blað í sögu<br />

náttúruverndar á Íslandi með því að friðlýsa þrjár tegundir smádýra og tvær vistgerðir á hálendinu. Eitt<br />

svæði er tilnefnt vegna sérstæðra jarðminja. Til stuðnings friðlýsingum tegunda, vistgerða og jarðminja<br />

hafa verið valin 17 landsvæði sem ætti að leggja áherslu á að friðlýsa á næstu árum. Tillögurnar eru í<br />

samræmi við áherslur náttúruverndar á alþjóðavettvangi.<br />

Á gildistíma náttúruverndaráætlunar 2009–2013 telur Náttúrufræðistofnun Íslands mikilvægt að setja af<br />

stað skipulega vinnu við skráningu á náttúrufari friðlýstra svæða og svæða á náttúruminjaskrá með það fyrir<br />

augum að fá vitneskju um hvaða lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir, vistkerfi og jarðmyndanir, sem eru<br />

verndarþurfi eru á svæðunum. Draga þarf fram með skýrum hætti hvaða verndarmarkmiðum er náð með<br />

tilurð svæðanna. Þannig má finna út hvar gloppur eru og hvar og hvernig þarf að bregðast við. Að sama<br />

skapi leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að náttúruverndaráætlun verði í framtíðinni tengd við alþjóðleg<br />

net friðaðra svæða með því að tilnefna í tengslum við hana ný Ramsarsvæði og fyrstu Emeraldsvæðin á<br />

Íslandi.<br />

Lykilorð<br />

Náttúruverndaráætlun, háplöntur, mosar, fléttur, fléttuháðir sveppir,<br />

smádýr, vistgerðir, jarðminjar, válisti, náttúruvernd, verndarþörf, net<br />

verndarsvæða, friðlýsingar, alþjóðlegir samningar<br />

Yfirfarið<br />

BB<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!