NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

26.09.2015 Views

Gerpissvæðið Svæðið sem hér er lagt til að verði verndað er um 157 km² að stærð og er staðsett í Fjarðarbyggð. Það tilheyrir svæði nr. 650 á náttúruminjaskrá sem er í skránni vegna afar fagurs og fjölbreytilegs fjalllendis með líparítinnskotum. Þar er einnig fögur strandlengja og svæðið er austasti hluti Íslands. Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda búsvæði nokkurra sjaldgæfra hápöntutegunda á svæði sem býr yfir sérstæðu gróðurfari sem einkennist af snjódældargróðri. Með því að tryggja búsvæðavernd tegundanna er stuðlað að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni, sbr. 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópska stefnumótun um plöntuvernd 2008–2014. Mörk: Frá Hellisfjarðarnesi í Grænafell og Grákoll eftir hæstu brúnum í Víkurheiði og til sjávar við Flesjar vestan við Karlskála. Svæðislýsing: Eyðibyggð á austasta hluta landsins. Svæðið einkennist af fjölbreyttu landslagi með fjöllum, grösugum dölum með bröttum hlíðum, víkum og fjörðum. Gróðurfar er sérstætt með snjódældagróðri og þar vaxa allnokkrar sjaldgæfar háplöntutegundir. Svæðið er vinsælt til útivistar og um það liggja áhugaverðar gönguleiðir. Núverandi landnotkun: Beitiland og útivist. Ógnir: Notkun framandi og ágengra plöntutegunda ógnar svæðinu, t.d. hefur Alaskalúpínu verið sáð/plantað í Víkurskarði og Vaðlavík. Uppbygging frístundahúsa á eyðijörðum er óskipulögð. Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á svæðið og uppræta ætti þær sem fyrir eru. Forðast ber allt rask á landinu á þeim stöðum sem eru mikilvægastir fyrir plöntutegundirnar sem hér eru til umfjöllunar. Forsendur fyrir friðlýsingu: Sérstætt gróðurfar en á svæðinu finnast allnokkrar sjaldgæfar háplöntutegundir eins og fjöllaufungur, Athyrium filix-femina, lensutungljurt, Botrychium lanceolata, dúnhulstrastör, Carex pilulifera, hagastör, Carex pulicaris, sóldögg, Drosera rotundifolia, álftalaukur, Isoetes echinospora, mýraberjalyng, Oxycoccus microcarpus, bjöllulilja, Pyrola grandiflora, sifjarsóley, Ranunculus auricomus og bergsteinbrjótur, Saxifraga paniculata. Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar Skógelfting Equisetum sylvaticum Háplanta Sjaldgæf VU Einn af þremur fundarstöðum, sá eini á Austurlandi Stinnasef Juncus squarrosus Háplanta Sjaldgæf VU Tveir af tíu fundarstöðum 46

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008 Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013 Gerpissvæðið - Verndartillaga 47

Gerpissvæðið<br />

Svæðið sem hér er lagt til að verði verndað er um 157 km² að stærð og er staðsett í<br />

Fjarðarbyggð. Það tilheyrir svæði nr. 650 á náttúruminjaskrá sem er í skránni vegna afar<br />

fagurs og fjölbreytilegs fjalllendis með líparítinnskotum. Þar er einnig fögur strandlengja og<br />

svæðið er austasti hluti Íslands.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda búsvæði nokkurra sjaldgæfra hápöntutegunda á<br />

svæði sem býr yfir sérstæðu gróðurfari sem einkennist af snjódældargróðri. Með því að<br />

tryggja búsvæðavernd tegundanna er stuðlað að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni, sbr. 2010<br />

markmið Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópska stefnumótun um<br />

plöntuvernd 2008–2014.<br />

Mörk: Frá Hellisfjarðarnesi í Grænafell og Grákoll eftir hæstu brúnum í Víkurheiði og til<br />

sjávar við Flesjar vestan við Karlskála.<br />

Svæðislýsing: Eyðibyggð á austasta hluta landsins. Svæðið einkennist af fjölbreyttu<br />

landslagi með fjöllum, grösugum dölum með bröttum hlíðum, víkum og fjörðum. Gróðurfar<br />

er sérstætt með snjódældagróðri og þar vaxa allnokkrar sjaldgæfar háplöntutegundir. Svæðið<br />

er vinsælt til útivistar og um það liggja áhugaverðar gönguleiðir.<br />

Núverandi landnotkun: Beitiland og útivist.<br />

Ógnir: Notkun framandi og ágengra plöntutegunda ógnar svæðinu, t.d. hefur Alaskalúpínu<br />

verið sáð/plantað í Víkurskarði og Vaðlavík. Uppbygging frístundahúsa á eyðijörðum er<br />

óskipulögð.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri<br />

mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á<br />

svæðið og uppræta ætti þær sem fyrir eru. Forðast ber allt rask á landinu á þeim stöðum sem<br />

eru mikilvægastir fyrir plöntutegundirnar sem hér eru til umfjöllunar.<br />

Forsendur fyrir friðlýsingu: Sérstætt gróðurfar en á svæðinu finnast allnokkrar sjaldgæfar<br />

háplöntutegundir eins og fjöllaufungur, Athyrium filix-femina, lensutungljurt, Botrychium<br />

lanceolata, dúnhulstrastör, Carex pilulifera, hagastör, Carex pulicaris, sóldögg, Drosera<br />

rotundifolia, álftalaukur, Isoetes echinospora, mýraberjalyng, Oxycoccus microcarpus,<br />

bjöllulilja, Pyrola grandiflora, sifjarsóley, Ranunculus auricomus og bergsteinbrjótur,<br />

Saxifraga paniculata.<br />

Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar<br />

Skógelfting<br />

Equisetum<br />

sylvaticum Háplanta Sjaldgæf<br />

VU Einn af þremur fundarstöðum, sá eini á<br />

Austurlandi<br />

Stinnasef Juncus squarrosus Háplanta Sjaldgæf VU Tveir af tíu fundarstöðum<br />

46

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!