26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Njarðvík – Loðmundarfjörður<br />

Hér er lagt til að allur Borgarfjarðarhreppur, alls um 427 km², verði verndaður. Hluti<br />

svæðisins hefur verið á náttúruminjaskrá um nokkurt skeið (svæði 606 og 607) vegna<br />

stórbrotins og sérstæðs landslags, bergmyndana og fjölskrúðugs og sérstæðs gróðurfars.<br />

Svæðið er einnig á náttúruverndaráætlun 2004–2008.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda svæði sem býr yfir sérstæðu og óvenju<br />

fjölskrúðugu gróðurfari þar sem fjöldamargar sjaldgæfar plöntutegundir eiga sér búsvæði.<br />

Með því að tryggja búsvæðavernd tegundanna er stuðlað að viðhaldi líffræðilegrar<br />

fjölbreytni, sbr. 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku<br />

áætlunina um plöntuvernd 2008–2014.<br />

Mörk: Svæðið nær frá Brimnesi við Njarðvík, eftir fjallsbrúnum í Súlur, Tindfell, Beinageitarfjall<br />

yfir í Jónsfjall, Norðdalshnjúk og Herfell. Þaðan yfir í Skýhnjúk, Grýtu og eftir<br />

hæstu brúnum í sjó við Brimnesfjall milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar.<br />

Svæðislýsing: Víðlent og fjölbreytt svæði, litríkar bergmyndanir, svo sem rhýólít, sérstæður<br />

gróður og grösug dalverpi. Á svæðinu er forn megineldstöð með fjölbreyttum bergtegundum.<br />

Borgarfjörður er stuttur og breiður fjörður og inn af fjarðarbotninum gengur grösugur dalur,<br />

en innst í honum er mikið berjaland. Í Partafjalli er skógur: birki, víðir og einir. Allt svæðið<br />

er með afar fjölbreyttum gróðri, en vesturhlíð Njarðvíkur og Landsendi við Loðmundarfjörð<br />

skera sig úr. Óvenju mikið er um sjaldgæfar plöntutegundir. Mikið varpland er í<br />

Hafnarhólma. Dyrfjöll eru áberandi kennileiti og einkennandi fyrir svæðið. Hvítserkur er<br />

óvenju litauðugt og sérkennilegt fjall þar sem svartir berggangar liggja á víð og dreif um<br />

marglitt rhýólít. Stórurð, stórbrotið framhlaup er innan svæðisins. Í Loðmundarfirði eru<br />

malarhjallar í hlíðum sem eru merki um hærri stöðu sjávarborðs, og í kirkjugarðinum á<br />

Klyppsstöðum er að finna skeljabrot, merkar jarðmyndanir, steinrunna trjáboli og einnig er<br />

mikið um steindir og steina, svo sem bikstein, perlustein, baggalúta, jaspis og bergkristalla. Í<br />

Loðmundarfirði er sjávarlón með opinn ós til sjávar og miklar leirur.<br />

Meðal menningarminja á svæðinu er Borgarfjarðarleið, forn þjóðleið, og eyðibyggðir, svo<br />

sem í Loðmundarfirði þar sem Loðmundur hinn gamli nam land. Fjölbreytt landslag hentugt<br />

til útivistar og gönguferða.<br />

Ógnir: Engar alvarlegar.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri<br />

mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á<br />

svæðið og forðast ber rask á landinu á þeim stöðum sem eru mikilvægastir fyrir<br />

plöntutegundirnar sem hér eru til umfjöllunar.<br />

Núverandi landnotkun: Landbúnaður, ferðaþjónusta, fiskveiðar og útivist.<br />

Forsendur friðlýsingar: Sérstætt og afar fjölbreytt gróðurfar og óvenju margar sjaldgæfar<br />

plöntutegundir gefa svæðinu mikið verndargildi. Allt svæðið er með afar fjölbreyttum gróðri<br />

en vesturhlíð Njarðvíkur og Landsendi við Loðmundarfjörð skera sig þó úr. Fjöldi sjaldgæfra<br />

tegunda eru á svæðinu en auk þeirra fjögurra háplöntutegunda sem eru á válista eru<br />

fjölmargar aðrar sjaldgæfar tegundir á svæðinu eins og gullkollur, Anthyllis vulneraria,<br />

þúsundblaðarós, Athyrium distentifolium, skollakambur, Blechnum spicant, lensutungljurt,<br />

Botrychium lanceolatum, línstör, Carex brunnecens, grástör, Carex flacca, kollstör, Carex<br />

macloviana, keldustör, Carex paupercula, dúnhulstrastör, Carex pilulifera, hagastör, Carex<br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!