26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Látraströnd – Náttfaravíkur<br />

Svæðið sem hér er lagt til að verði verndað er um 609 km² að stærð og tilheyrir<br />

sveitarfélögunum Grýtubakkahreppi og Þingeyjarsveit. Svæðið er á náttúruminjaskrá (svæði<br />

512) fyrir fjölbreytilegt landslag og ríkulegan gróður og fyrir útivistargildi þess og það er<br />

einnig á náttúruverndaráætlun 2004–2008.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda búsvæði fjöldamargra sjaldgæfra plöntutegunda.<br />

Svæðið býr yfir afar sérstæðu og óvenju fjölskrúðugu gróðurfari, sem hefur verið vel<br />

rannsakað og það hefur því allnokkuð vísindalegt gildi. Með því að tryggja búsvæðavernd<br />

tegundanna er stuðlað að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni, sbr. 2010 markmið Sameinuðu<br />

þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008–2014.<br />

Mörk: Frá sjó við Hjalla norðan Grenivíkur, í Grenivíkurfjall og beint austur í Þjófadal. Um<br />

Grjótskálarhnjúk suður í Skessuhrygg og þaðan í austur í Austurfjall og þá norðaustur í<br />

Skessuskálarfjall og til sjávar í Hellisvík.<br />

Svæðislýsing: Mjög fjölbreytilegt landslag með fjalllendi, láglendi og strandsvæðum.<br />

Nokkrar eyðijarðir eru á Látraströnd, í Fjörðum og á Flateyjardal. Kjörið útivistarsvæði til<br />

gönguferða og náttúruskoðunar. Fjölbreytt búsvæði með ríkulegum gróðri, svo sem gras- og<br />

votlendi við sjó og upp í fjallseggjar í meira en 1.000 m hæð. Þarna er sérstætt og óvenju<br />

fjölbreytt gróðurfar og margar sjaldgæfar og fremur sjaldgæfar háplöntutegundir. Gömul<br />

megineldstöð er á svæðinu með rhýólítmyndunum og tilheyrandi jarðhitaummyndun. Við<br />

ströndina norðaustan til gætir áhrifa frá Húsavíkur – Flateyjar-þverbrotabeltinu. Fornminjar<br />

og eyðijarðir tengdar sögnum.<br />

Núverandi landnotkun: Beit, útivist og ferðaþjónusta.<br />

Ógnir: Engar alvarlegar.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri<br />

mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á<br />

svæðið og forðast ber rask á landinu á þeim stöðum sem eru mikilvægastir fyrir<br />

plöntutegundirnar sem hér eru til umfjöllunar.<br />

Forsendur friðlýsingar: Svæðið hefur mikið verndargildi sakir sérstæðs og óvenju<br />

fjölbreytts gróðurfars. Það hefur allnokkuð vísindalegt gildi þar sem gróðurfar þess hefur<br />

verið vel rannsakað. Óvenju margar sjaldgæfar tegundir finnast á svæðinu eins og<br />

fjallalójurt, Antennaria alpina, þúsundblaðarós, Athyrium distentifolium, skollakambur,<br />

Blechnum spicant, lensutungljurt, Botrychium lanceolatum, mánajurt, Botrychium boreale,<br />

fjallabláklukka, Campanula uniflora, línstör, Carex brunnescens, fölvastör, Carex livida,<br />

kollstör, Carex macloviana, finnungsstör, Carex nardina, dúnhulstrastör, Carex pilulifera,<br />

keldustör, Carex paupercula, skollaber, Cornus suecica, hjartafífill, Crepis paludosa,<br />

fjallabrúða, Diapensia lapponica, sóldögg, Drosera rotundifolia, þrenningarmaðra, Galium<br />

trifidum, álftalaukur, Isoëtes echinospora, eggtvíblaðka, Listera ovata, grájurt, Omalotheca<br />

sylvatica, mýraberjalyng, Oxycoccus microcarpus, bláklukkulyng, Phyllodoce coerulea,<br />

bjöllulilja, Pyrola grandiflora, sifjarsóley, Ranunculus auricomus, blöðrujurt, Utricularia<br />

minor og skógfjóla, Viola rivinana.<br />

Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar<br />

Trjónustör Carex flava Háplanta Sjaldgæf EN Fimm af sex fundarstöðum<br />

Fjallkrækill Sagina caespitosa Háplanta Sjaldgæf VU Tveir af >5 fundarstöðum<br />

41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!