26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Ingólfsfjörður – Reykjafjörður<br />

Svæðið sem lagt er til að verði friðlýst er um 156 km 2 að stærð og tilheyrir Árneshreppi. Þar<br />

er gróðurfar sérstætt því burknar eru óvenju áberandi. Á svæðinu er Grásteinn sem er á<br />

náttúruminjaskrá (nr. 326), stór granítsteinn sem talið er að hafi borist til landsins með hafís<br />

undir lok ísaldar.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda sem saman<br />

mynda afar sérstætt gróðurfar með óvenju háu hlutfalli burknategunda. Nokkrar<br />

plöntutegundanna eru á válista. Með búsvæðavernd tegundanna er stuðlað að því að tryggja<br />

viðhald líffræðilegrar fjölbreytni svæðisins, sbr. 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um<br />

líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008–2014.<br />

Mörk: Við norðanverðan Ingólfsfjörð að vestanverðu eru mörkin dregin sunnan túna í landi<br />

Seljaness upp hlíðar í Seljanesfjalli. Þaðan í Hádegisfjall, með austurbökkum Nyrðra- og<br />

Syðra-Mjóavatns, í Búrfell, Háafell og til sjávar við Kamb. Við sjó miðast mörk við<br />

fjörumörk.<br />

Svæðislýsing: Svæðið einkennist af bersvæðis- og mosagróðri á fjalllendi, votlendi og<br />

grónum dölum með snjódældum.<br />

Núverandi landnotkun: Landbúnaður.<br />

Ógnir: Engar alvarlegar.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri<br />

mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á<br />

svæðið og forðast ber rask á landinu á þeim stöðum sem eru mikilvægastir fyrir plöntutegundirnar<br />

sem hér eru til umfjöllunar.<br />

Forsendur friðlýsingar: Sérstætt gróðurfar þar sem burknar eru óvenju áberandi. Alls hafa<br />

fundist 10 tegundir burkna á svæðinu og mynda þúsundblaðarós, Athyrium distentifolium,<br />

dílaburkni, Dryopteris expansa og stóriburkni, Dryopteris filix-mas, víða gróskumikil<br />

burknastóð. Nokkrar aðrar sjaldgæfar háplöntutegundir vaxa á svæðinu eins og<br />

skollakambur, Blechnum spicant, mánajurt, Botrychium boreale, keldustör, Carex<br />

paupercula, hagastör, Carex pulicaris, skollaber, Cornus suecica, þrenningarmaðra, Galium<br />

trifidum, mýraertur, Lathyrus palustris, skrautpuntur, Milium effusum, broddkrækill, Sagina<br />

subulata og marhálmur, Zostera marina. Einnig er á svæðinu eini fundarstaður fléttunnar<br />

Rhizocarpon simillimum en útbreiðsla hennar er illa þekkt.<br />

Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar<br />

Skógelfting Equisetum<br />

Háplanta Sjaldgæf VU Einn af þremur fundarstöðum<br />

sylvaticum<br />

Stinnasef Juncus squarrosus Háplanta Sjaldgæf VU Tveir af tíu fundarstöðum<br />

Fjallkrækill Sagina caespitosa Háplanta Sjaldgæf VU Einn af nokkrum fundarstöðum<br />

Törgudoppa Buellia adjuncta Fléttuháður<br />

sveppur<br />

Einn af fjórum fundarstöðum<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!