26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Snæfjallaströnd<br />

Svæðið sem lagt er til að verði friðlýst er um 165 km 2 að stærð og tilheyrir sveitarfélaginu<br />

Ísafjarðarbæ. Á svæðinu er líffræðileg fjölbreytni mikil, gróðurfar er sérstætt með háu<br />

hlutfalli sjaldgæfra plöntutegunda. Svæðið er hluti af stærra svæði sem er á náttúruminjaskrá<br />

(svæði 324) fyrir fjölbreytt og mikilfenglegt landslag með hrikalegum fjöllum, ýmsum<br />

berggerðum, jökulgörðum og óshólmum og vegna þess að þar er fjölskrúðugur gróður og<br />

dýralíf.<br />

Markmið friðlýsingarinnar: Að vernda búsvæði margra fágætra plöntutegunda, þ. á m.<br />

nokkurra tegunda á válista. Með búsvæðavernd tegundanna er stuðlað að því að tryggja<br />

viðhald líffræðilegrar fjölbreytni svæðisins, sbr. 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um<br />

líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008–2014.<br />

Mörk: Snæfjallaströnd, frá Súrnadal með strönd að sveitarfélagamörkum Ísafjarðarbæjar og<br />

Strandabyggðar í Kaldalóni. Með sveitarfélagamörkum upp undir jökulrönd, þaðan í<br />

Jökulholt, þá í Öldugilsvatn, Snæfjöll og að lokum til sjávar um Súrnadal.<br />

Svæðislýsing: Fjalllendi með hrikalegum fjöllum, grónum dölum og hlíðum. Landslag er<br />

fjölbreytt og mikilfenglegt og Drangajökull setur svip sinn á svæðið. Gróðurfar er fjölbreytt<br />

og sérstætt því þarna er að finna óvenju hátt hlutfall sjaldgæfra plöntutegunda.<br />

Núverandi landnotkun: Landbúnaður og útivist.<br />

Ógnir: Engar alvarlegar.<br />

Nauðsynlegar aðgerðir: Ekkert er því til fyrirstöðu að beit búfénaðar verði áfram í svipaðri<br />

mynd og nú er. Koma þarf í veg fyrir að ágengar, framandi plöntutegundir verði fluttar inn á<br />

svæðið og forðast ber rask á landinu á þeim stöðum sem eru mikilvægastir fyrir<br />

plöntutegundirnar sem hér eru til umfjöllunar.<br />

Forsendur friðlýsingar: Sérstætt gróðurfar með háu hlutfalli sjaldgæfra tegunda eins og<br />

þúsundblaðarós, Athyrium distentifolium, fjöllaufungur, Athyrium filix-femina, skollakambur,<br />

Blechnum spicant, mánajurt, Botrychium boreale, fjallabláklukka, Campanula uniflora,<br />

keldustör, Carex paupercula, dúnhulstrastör, Carex pilulifera, skollaber, Cornus suecica,<br />

sóldögg, Drosera rotundifolia, dílaburkni, Dryopteris expansa, stóriburkni, Dryopteris filixmas,<br />

skrautpuntur, Milium effusum, sandmunablóm, Myosotis stricta og broddkrækill, Sagina<br />

subulata.<br />

Tegund Tegundarheiti Flokkur Algengi Válisti Forsendur verndar<br />

Hrísastör Carex adelostoma Háplanta Sjaldgæf VU Einn af níu fundarstöðum<br />

Hlíðaburkni Cryptogramma crispa Háplanta Mjög sjaldgæf VU Annar af tveimur fundarstöðum<br />

Línarfi Stellaria borealis Háplanta Sjaldgæf VU Tveir af 12 fundarstöðum<br />

37

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!