26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Að sama skapi leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að náttúruverndaráætlun verði í<br />

framtíðinni tengd við alþjóðleg net friðaðra svæða með því að tilnefna í tengslum við hana<br />

ný Ramsarsvæði og fyrstu Emeraldsvæðin á Íslandi.<br />

4.1 Gagnagrunnar og gloppugreining<br />

Við undirbúning náttúruverndaráætlana er notuð aðferðafræði sem byggist á því að vernda<br />

sjaldgæfar, sérstæðar og fjölbreyttar náttúruminjar og þær sem eru mikilvægar í<br />

vistfræðilegum ferlum, hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi eða falla undir alþjóðlega ábyrgð.<br />

Einnig er horft til annarra viðurkenndra verndarviðmiða eins og vísinda-, félags-, efnahags-,<br />

menningarlegs og sjónræns gildis og hve einkennandi náttúruminjarnar eru á lands- eða<br />

heimsvísu.<br />

Til að hægt sé að meta nákvæmlega og velja náttúruminjar sem uppfylla þessi viðmið er<br />

mikilvægt að koma á fót gagnagrunni um verndarþörf og verndarstöðu náttúruminja. Í því<br />

felst að skilgreina og skrásetja hvaða lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir, vistkerfi og<br />

jarðmyndanir eru verndarþurfi. Samhliða þessu þarf að þróa gagnagrunn um náttúrufar á<br />

friðlýstum svæðum og svæðum á náttúruminjaskrá, þ.e. það þarf að safna upplýsingum um<br />

hvaða lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir, vistkerfi og jarðmyndanir njóta nú þegar verndar á<br />

friðlýstum svæðum. Í fyrsta kastinu er mikilvægt að safna saman á einn stað fyrirliggjandi<br />

gögnum án þess að leggja út í umfangsmiklar rannsóknir á svæðunum sjálfum. Þær<br />

upplýsingar eru þó takmarkaðar og því óhjákvæmilegt að í kjölfarið fylgi einhverjar<br />

náttúrufarsúttektir.<br />

Í tengslum við þessa vinnu leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að farið verði út í skipulega<br />

vinnu við að meta hvar náttúruminjar sem eru verndarþurfi njóta ekki nægjanlegrar verndar í<br />

neti friðlýstra svæða. Það er gert með aðferð sem kallast gloppugreining (Gap Analysis)<br />

(Scott 1993, Jennings 2000, Dudley og Parish 2006, Langhammer o.fl. 2007) sem m.a.<br />

samningurinn um líffræðilega fjölbreytni hefur mótað. Hún felst í stuttu máli í því að<br />

skilgreina hvaða náttúruminjar eru í mestri verndarþörf og setja töluleg markmið um verndun<br />

þeirra. Í kjölfarið þarf að rannsaka og kortleggja hvort og hvar þessar tilteknu náttúruminjar<br />

njóta verndar í dag og upplýsingarnar eru svo notaðar til að finna hvar gloppurnar eru. Að<br />

lokum þarf að forgangsraða hvar mest er þörf á að fylla í götin, gera um það tillögur í<br />

náttúruverndaráætlun og að henni samþykktri grípa til aðgerða. Afar mikilvægt er að<br />

markmið friðlýsinga séu skýr þannig að hægt sé að vakta árangur og meta hvernig til tekst.<br />

4.2 Alþjóðleg net friðaðra svæða<br />

Náttúrufræðistofnun Íslands telur eðlilegt að náttúruverndaráætlun verði í framtíðinni tengd<br />

við alþjóðleg net friðlýstra svæða. Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum samningum um<br />

náttúruvernd, m.a. Ríósamningnum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni, Ramsarsamningnum<br />

um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf og Bernarsamningnum um vernd<br />

villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu. Sá síðastnefndi er grunnur að<br />

náttúruverndarlöggjöf aðildarríkja samningsins og ræður miklu um hvernig staðið er að<br />

skráningu, flokkun og vöktun náttúrunnar og vernd tegunda og vistgerða.<br />

4.2.1 Bernarsamningurinn og Emerald Network<br />

Emerald Network kallast net verndarsvæða í Evrópu og á rætur að rekja aftur til ársins 1989<br />

þegar fastanefnd Bernarsamningsins ákvað að hvert aðildarríki skyldi velja svæði sem<br />

ástæða væri til að vernda í þeim tilgangi að uppfylla skuldbindingar í tengslum við<br />

samninginn. Evrópusambandsríkin voru fyrst til að lögfesta framkvæmdina með skipulegri<br />

uppbyggingu nets verndarsvæða sem kallast Natura 2000. Þessi náttúruverndaráætlun<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!