26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

13. mynd. Langisjór. Ljósm. Sigurður Páll Ásólfsson, 2003.<br />

4 AÐRIR MIKILVÆGIR ÁHERSLUÞÆTTIR<br />

Friðlýst svæði eru viðurkennd sem lykiltæki til að sporna gegn eyðingu á líffræðilegum<br />

fjölbreytileika og með því að koma á fót neti friðlýstra er ætlunin að ná fram verndun á<br />

öllum náttúruminjum sem þess þarfnast (8. gr. samnings um líffræðilega fjölbreytni 1992,<br />

Dudley og Parish 2006). Markmiðið er ekki að fjölga friðlýstum svæðum heldur að stuðla að<br />

því að þau séu staðsett þannig að þau nái sem best að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og<br />

mikilvægar jarðminjar.<br />

Á Íslandi eru ríflega 90 svæði friðlýst samkvæmt lögum um náttúruvernd eða sérlögum og<br />

324 svæði til viðbótar eru á náttúruminjaskrá sem náttúruminjar er ástæða þykir til að<br />

friðlýsa. Meginþorri náttúruverndarsvæða hefur verið friðlýstur eða verið á náttúruminjaskrá<br />

um langa hríð en þrátt fyrir það eru upplýsingar um náttúrufar þeirra afar takmarkaðar.<br />

Markmið með friðlýsingum svæða eru mismunandi og í sumum tilvikum ekki skýr, en ætla<br />

má að sameiginlegt hlutverk náttúruverndarsvæða sé oftast að vernda líffræði- og/eða<br />

jarðfræðilegan fjölbreytileika landsins.<br />

Vegna upplýsingaskorts er það vandkvæðum háð að leggja vísindalegt mat á gildi svæðanna<br />

og þýðingu þeirra í neti verndarsvæða. Ætla má að kerfi friðlýstra svæða eins og það er í dag<br />

nái ekki til allra tegunda og svæða sem þarfnast verndar og í mörgum tilvikum er óljóst hvort<br />

markmið friðlýsinga nái fram að ganga.<br />

Til að mögulegt sé að vinna sérsniðna náttúruverndaráætlun fyrir landið í heild þurfa að<br />

liggja fyrir góðar upplýsingar um náttúrufar friðlýstra svæða og svæða á náttúruminjaskrá.<br />

Náttúrufræðistofnun Íslands telur því mikilvægt að á framkvæmdatíma náttúruverndaráætlunar<br />

2009–2013 verði sett af stað skipuleg vinna við skráningu á náttúrufari<br />

náttúruverndarsvæða með það fyrir augum að fá vitneskju um hvaða lífverur, búsvæði þeirra,<br />

vistgerðir, vistkerfi og jarðmyndanir, sem eru verndarþurfi, eru á svæðunum. Draga þarf<br />

fram með skýrum hætti hvaða verndarmarkmiðum er náð með tilurð svæðanna. Þannig má<br />

finna út hvar gloppur eru og hvar og hvernig þarf að bregðast við.<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!