26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

mannsins. Hingað til hafa engar tegundir smádýra notið verndar af neinu tagi á Íslandi.<br />

Flestar dýrategundir landhryggdýra njóta hins vegar ákveðinnar verndar samkvæmt lögum<br />

nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þannig eru<br />

t.d. langflestar tegundir fugla friðaðar allt árið eða hluta af árinu og hagamýs eru friðaðar<br />

utanhúss. Engin dýr eru hins vegar friðuð samkvæmt lögum lögum nr. 44/1999, um<br />

náttúruvernd.<br />

Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að nú verði brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi<br />

og lög um náttúruvernd notuð til að friðlýsa þrjár tegundir smádýra, þ.e. tvær tegundir<br />

skordýra, tröllasmið, Carabus problematicus islandicus (9. mynd), og tjarnaklukku, Agabus<br />

uliginosus (10. mynd), og eina tegund lindýrs, snigilinn brekkubobba (11. mynd), Capaea<br />

hortensis. Allar tegundirnar eru fágætar og mjög staðbundnar og því viðkvæmar fyrir röskun<br />

á heimkynnunum. Til að styrkja verndun tegundanna þriggja og til að tryggja þeim athvarf til<br />

að dafna áfram út frá eigin forsendum telur Náttúrufræðistofnun Íslands mikilvægt að<br />

friðlýsa mikilvæg búsvæði þeirra á grundvelli 53. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.<br />

Vernd búsvæða sjaldgæfra smádýra er í samræmi við evrópska áætlun um vernd<br />

hryggleysingja (Haslett 2007) sem unnin var á grundvelli Bernarsamningsins. Áætlunin<br />

fjallar um skerðingu á fjölbreytileika smádýra í Evrópu og er ætlað að stuðla að vernd þeirra<br />

og starfsemi. Friðlýsing smádýranna og búsvæða þeirra er einnig í anda 2010 markmiða<br />

Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.<br />

Búsvæði smádýranna þriggja eru bundin við suður- og suðausturhluta landsins. Tjarnaklukka<br />

hefur einungis fundist hér á landi í tjörnum á Innri-Hálsum ofan Djúpavogs og gengur<br />

friðlýsingartillagan út á að friðlýsa tjarnirnar og nánasta umhverfi þeirra. Tröllasmiðir hafa<br />

einungis fundist í Nesjum í Hornafirði, flestir nálægt brekkurótum fjallanna allt frá Hoffelli<br />

og austur fyrir Almannaskarð. Lagt er til að hluti svæðisins, þ.e. brekkurætur fjalla frá<br />

Krossbæ suður að Rustanöf, að meðtöldum Laxárdal, verði friðlýstur. Þá hefur brekkubobbi<br />

einungis fundist á nokkrum stöðum syðst á landinu, frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum og<br />

austur að Höfðabrekku í Mýrdal og einnig í Heimaey. Eitt mikilvægasta svæðið fyrir<br />

brekkubobba er hvannstóð undir Reynisfjalli við Vík og lagt er til að það svæði verði<br />

friðlýst.<br />

Fjallað er nákvæmlega um hvert og eitt svæði í 5. viðauka, þar sem gerð er grein fyrir<br />

markmiðum friðlýsinganna, forsendum fyrir verndun svæðanna og nauðsynlegum aðgerðum.<br />

Tillögur um mörk svæðanna eru sýndar á kortum en nánar þarf að fjalla um þær við<br />

undirbúning friðlýsinga af hlutaðeigandi aðilum.<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!