26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2008<br />

Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands<br />

vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013<br />

Tillögurnar eru í samræmi við áherslur náttúruverndar á alþjóða vettvangi. Meðal annars<br />

hafa aðildarríki samningsins um líffræðilega fjölbreytni samþykkt viðamikla stefnu um<br />

verndun plantna í heiminum (Global Strategy for Plant Conservation 2002). Þar er lögð<br />

áhersla á að ríkin móti stefnu um verndun plantna í samræmi við 2010 markmið Sameinuðu<br />

þjóðanna, þ.e. að þjóðir heims beri að stöðva þá miklu rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni sem<br />

hefur átt sér stað á síðustu áratugum og er árið 2010 notað sem viðmið fyrir þetta<br />

metnaðarfulla markmið. Samningurinn leggur ríka áherslu á uppbyggingu nets verndarsvæða<br />

sem miðar að verndun tegunda, erfðabreytileika þeirra, vistgerða og vistkerfa enda sé það<br />

mikilvægur þáttur í verndun náttúrunnar og líffræðilegrar fjölbreytni. Þá er í gildi evrópsk<br />

áætlun um plöntuvernd fyrir tímabilið 2008–2014 sem unnin var og samþykkt á vettvangi<br />

Bernarsamningsins (Planta Europa 2008) með hliðsjón af fyrnefndri stefnu Sameinuðu<br />

þjóðanna. Hún er unnin á grundvelli markmiða samningsins um líffræðilega fjölbreytni og<br />

með henni skuldbinda aðildarríki Bernarsamningsins sig til að vinna að verndun<br />

plöntutegunda sem falla undir samninginn og eru taldar vera í hættu. Þannig er gert ráð fyrir<br />

að tryggja verndun búsvæða viðkomandi plöntutegunda. Þá hefur á grundvelli<br />

Bernarsamningsins verið unnin og samþykkt evrópsk áætlun um vernd hryggleysingja<br />

(Haslett 2007) en hún fjallar um skerðingu á fjölbreytileika smádýra í Evrópu og er ætlað að<br />

stuðla að vernd þeirra og starfsemi. Þessar alþjóðlegu áætlanir, sem Ísland á aðild að, voru<br />

hafðar að leiðarljósi við val svæðanna.<br />

3.1 Friðlýsingar plöntu- og fléttutegunda<br />

Árið 1978 var friðlýst 31 tegund blómplantna og byrkninga þar sem þær vaxa villtar hér á<br />

landi, samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978, um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Síðan þá<br />

hefur engin planta verið friðlýst til viðbótar og að sama skapi hefur friðlýsingu ekki verið<br />

aflétt af neinni tegund. Náttúrufræðistofnun Íslands telur mikilvægt að endurskoða<br />

friðlýsingar plantna með tilliti til nýjustu upplýsinga og leggur nú til að friðlýstar verði fleiri<br />

tegundir sjaldgæfra háplantna um leið og friðlýsingu verði aflétt á nokkrum tegundum sem<br />

teljast ekki lengur fágætar eða í hættu. Einnig telur stofnunin mikilvægt að friðlýsa tilteknar<br />

tegundir mosa, fléttna og fléttuháðra sveppa.<br />

3.1.1 Háplöntur<br />

Samkvæmt mati og flokkun háplantna í samræmi við ný válistaviðmið Alþjóða<br />

náttúruverndarsamtakanna IUCN (2001) eru nú 49 tegundir á válista Náttúrufræðistofnunar.<br />

Af þessum plöntutegundum eru 25 tegundir sem eru nú þegar friðlýstar samkvæmt<br />

auglýsingu nr. 184/1978, um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Náttúrufræðistofnun<br />

Íslands leggur til að allar háplöntutegundir á válista verði friðlýstar (1. viðauki).<br />

Sex tegundir sem eru friðlýstar samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978, um friðlýsingu nokkurra<br />

plöntutegunda, lenda utan válista og leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að friðlýsingu<br />

þeirra verði aflétt. Tegundirnar sem um ræðir eru dvergtungljurt, Botrychium minganens,<br />

villilaukur, Allium oleraceum, ferlaufasmári, Paris quadrifolia, eggtvíblaðka, Listera ovata,<br />

blóðmura, Potentilla erecta og skógfjóla, Viola rivinana.<br />

3.1.2 Mosar<br />

Á Íslandi hefur engin mosategund verið friðlýst enn sem komið er. Árið 2000 lagði<br />

Náttúrufræðistofnun til við umhverfisráðherra að 45 tegundir sjaldgæfra mosa yrðu friðaðar<br />

á grundvelli 53. gr. laga um náttúruvernd og byggði tillögur sínar á Válista plantna, sem<br />

stofnunin gaf út árið 1996. Við undirbúning náttúruverndaráætlunar 2004–2008 lagði<br />

Náttúrufræðistofnun Íslands aftur til að þessar 45 tegundir sjaldgæfra mosa sem flestar eru á<br />

válista yrðu verndaðar (Ólafur Einarsson o.fl. 2002, Náttúrufræðistofnun Íslands 1996), en<br />

umhverfisráðherra varð ekki að þeim tillögum. Síðan þá hefur þekking á útbreiðslu<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!