26.09.2015 Views

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NÍ-08008 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

gulþörunga, gullþörunga, brúnþörunga og grænþörunga (Náttúrufræðistofnun Íslands 1996).<br />

Válistaflokkun háplantna hefur verið endurskoðuð og 79 tegundir metnar samkvæmt nýjustu<br />

válistaviðmiðum (IUCN 2001), en þau eru nokkuð breytt frá þeim skilyrðum sem giltu þegar<br />

válisti plantna var fyrst gefinn út. Samkvæmt nýju flokkuninni lenda 49 háplöntutegundir á<br />

válista. Ekki er búið að endurmeta válistaflokkun mosa, fléttna eða þörunga samkvæmt nýju<br />

viðmiðunum.<br />

2. mynd. Flæðarbúi, Spergularia salina, er á válista. Ljósm. Hörður Kristinsson.<br />

Auk válistaflokkunar IUCN hefur Náttúrufræðistofnun Íslands gert tilraunir með að nota<br />

einfaldara mat á algengni og verndargildi íslenskra plantna (Sigurður H. Magnússon o.fl.<br />

2001, Hörður Kristinsson o.fl. 2007). Válistaflokkun IUCN gerir miklar kröfur um<br />

yfirgripsmikla þekkingu á útbreiðslu og stofnstærð tegunda og þróun útbreiðslusvæða til<br />

framtíðar en því miður skortir enn mjög á þá þekkingu hér á landi. Algengnimat<br />

stofnunarinnar byggist annars vegar á útbreiðslukortum tegunda og hins vegar hversu mikið<br />

er af tegundinni þar sem hún finnst (1. tafla). Algengnimatið var þróað af sérfræðingum<br />

stofnunarinnar í tengslum við rannsóknir á áhrifum Hálslóns á gróður, smádýr og fugla<br />

(Sigurður H. Magnússon o. fl. 2001). Verndargildi tegunda var svo þróað síðar þar sem<br />

algengnimatið þótti ekki henta nógu vel til að sía úr gagnagrunni stofnunarinnar auk þess<br />

sem algengnimatið þykir aðgreina algengustu og sjaldgæfustu tegundirnar illa (Hörður<br />

Kristinsson o.fl. 2007). Verndargildi einstakra tegunda er síðan metið í tölum þar sem<br />

sjaldgæfustu tegundirnar fá verndargildið 10 en þær algengustu verndargildið 1 (2. tafla).<br />

Náttúrufræðistofnun Íslands telur að þetta mat megi nota samhliða válistaflokkun IUCN,<br />

a.m.k. til bráðabirgða á meðan verið er að afla fullnægjandi upplýsinga sem válistaflokkunin<br />

byggir á.<br />

1. tafla. Matsflokkar sem notaðir eru við mat á algengni (Sigurður H. Magnússon 2001).<br />

■■■□□□<br />

■■■□□<br />

■■■□<br />

■■□□□<br />

■■□□<br />

■■□<br />

■□□□<br />

■□□<br />

■□<br />

Algeng hringinn í kring um landið í miklu magni<br />

Finnst hringinn í kring um landið, en ekki mikið af henni<br />

Finnst víða um landið, en afar strjál, eða mjög lítið í stað<br />

Finnst í sumum landshlutum, algeng á því svæði<br />

Finnst í sumum landshlutum, en í fremur litlu magni<br />

Finnst dreifð á hluta landsins, en afar strjál eða sjaldgæf, vantar í suma landshluta<br />

Aðeins á einu eða fáum svæðum, en algeng þar sem hún er<br />

Aðeins á einu eða fáum svæðum, fremur lítið af henni þar sem hún finnst<br />

Aðeins á einum eða fáum stöðum, mjög sjaldgæf eða lítið af henni<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!